Þegar mér var sagt að það tæki nokkurn veginn daginn að komst til Wouri og til baka á lítilli rútu fullri af fiskaköllum var ég ekki spenntur en þarna átti að finnast tegund af „kribbum“ sem ég hafði aldrei heyrt um sem heita Pelvicachromis drachenfelsi svo ég fór í þessa dagsferð með von um myndir af sjaldgæfari tegund. Aðal ástæðan fyrir því að ég þurfti að hugsa mig um var að ég óttaðist hálsbrot og hausverk sem fylgir því að skalla loftið á sendibílnum mjög reglulega og óþægindin við að kastast í hliðarrúðuna þegar bílstjórinn reyndi að halda bílnum á veginum því skurðir og holur voru það eina sem vegurinn hafði upp á að bjóða
Við stoppuðum við litla brú þar sem lækur rann sem mér skilst að renni í Wouri ánna sem er stærri á en vonlaust er að veiða litla fiska í stórum ám, vegurinn er leirkenndur eins og bakkinn hægra meginn og þar sem við erum á þurkatíma þá þyrlast ryk yfir allt þegar bílar skrölta um og því ryk yfir mestum gróðri við vegina eins og sést á myndinni
Fljótlega eftir að við byrjuðum að veiða kom hrygna af Pelvicachromis drachenfelsi á land, skemmtilegir litir í henni og sérstakt hvernig gulur flekkur er með grænt, blátt og fjólublátt undir niður að maga og augað ljósblátt
Hængurinn af Pelvicachromis drachenfelsi er ekki eins litríkur og hrygnan en er samt flottur, doppurnar á sporðinum einkenna þessa tegund en þær geta runnið saman í einna doppu með aldrinum, þeir sem voru með mér í þessari ferð tóku nokkur pör með sér yfir til Evrópu og hafa náð að rækta þá
Vatnið er áberandi brúnt þarna sem er eðlilegt í miðjum skógi og var sýrustigið um 5,9 og hitinn á vatninu um 29 gráður
Procatopus er ætt af flottum fiskum sem finnast í Cameroon og Nígeriu, þetta eru nýjar tegundir fyrir mér og ég þekki þær ekki ennþá vel í sundur en hef alveg áhuga á að fræðast meira um þær því þær virðast skemmtilegar og eru þær vinsælar víða í Evrópu
Þessa mynd tók ég undir brúnni og sést í hana þarna vinstra meginn, ég ákvað að sjá hvort ég fynndi eitthvað öðruvísi á steinunum sem vert væri að mynda
Stór vatna sporðdreki var að leita sér að bráð í grynningunum en hann notar stæðilegar framlappir til að grípa bráð, stingurinn að aftan er loftpípa sem þeir nota til að ná sér í loft
Kuðungur af tegund sem ég þekki ekki enda mjög margar tegundir til af kuðungum
Ég náði nokkrum litlum rækjum sem voru með rauðar doppur og trúlegast sama tegund þar sem karldýrið er með rauðar og gular klær
Þessi var full af eggjum svo greinilega kvennkyns og ekki með stóru klærnar eins og karlkynið
Þessi smáfiskur sem ég náði gæti alveg verið Procatopus en jafnvel eitthvað annað, það er eitt af því sem ég sá strax í minni fyrstu veiðiferð fyrir löngu að endalausar tegundir eru til og oft mjög líkar og munurinn á að vera í búð þar sem aðeins er boðið upp á eitt til tvö afbrigði gerir það einfalt að þekkja fiska í sundur í verslun en í náttúrunni er allt miklu flóknara
Þessi kuðungur var upp á landi svo líklega er hann landkuðungur en stór er hann svo mynd fylgir, ég tók óvenjulega fáar myndir þarna sem gerist oft þegar maður er að veiða á fullu og skoða fiska, en allavegna þá var það þess virði að vera marinn og blár eftir bílferð til að fá að sjá Pelvicachromis drachenfelsi í sínu náttúrulegu heimkynnum