Ao Nang Thailand

Ég skellti mér til Tælands til að hitta son minn sem var í heimsreisu , og langaði okkur báðum að fara og skoða eyjarnar fyrir utan Ao Nang og þar sem við gistum þarna nokkrar nætur var tilvalið að reyna hvort möguleiki væri á að veiða eitthvað í ferskvatni, og eftir að hafa spurt nokkra heimamenn fengum við það svar að það væri lítið vatn sem selt væri inn á væri í grendinni svo við skelltum okkur til að sjá hvort eitthvað kæmi á stöngina 

Vatnið var ekkert of stórt en hægt var að leiga veiðistangir ásamt beitu og ekki skemmdi fyrir að hægt var að kaupa  smá veitingar svo við vorum sáttir við að sitja þarna og slaka á í góðu veðri 

Garðar byrjaður að veiða , bakkarnir við vatnið voru náttúrulegir og smá bratti niður að vatninu sem var ekki það besta ef eitthvað stæðilegt myndi bíta á en við höfðum nú ekki áhyggjur af því þótt háflausir værum því vatnið virtist of lítið til að einhver skrímli myndu felast í því 

Fyrsti fiskurinn  sem beit á var ob Tilapia, þessi tegund og aðrar tegundir af Tilapia eru ræktaðar til manneldis og eiga uppruna sinn að rekja til Afríku þær verða um 35 cm, þetta reyndist eina ob Tilapian sem kom á land en slatti kom af náttúrulega litnum 

Ef stefnan er að veiða kattfiska af botninum þá er þessi beita snilld í sjálfu sér , innan í járn spýral er troðið brauð mixi sem eftir að hefur verið hent úti vatn leysist aðeins upp svo brauðið dreyfist yfir stærra svæði og því meiri möguleiki að fiskur finni brauðslóð og bíti á agnið , en á þessum spíral voru nokkrir litlir önglar með plast kúlu á hvernum öngli sem eflaust virkar eins og brauðmoli fyrir minni fiska því við fengum slatt af litlum tittum af Tilapiu

Þessi var sá stærsti sem kom á land af Tilapíu á okkar stangir, en ekki langt undan  var innfæddur veiðimaður  sem tók nokkra talsvert stærri en þennan og hann tók þá svo með sér heim til að éta þá 

Garðar náði ekki þeim stærsta en hann tók þá bara 3 í einu í staðinn 

Þetta var í fyrsta skifti sem ég veiði með þessari aðferð og væri ég alveg til í að prufa þessa aðferð í næturveiði þar sem kattfiskar synda út um allt á meðan flestir aðrir fiskar halda sér til hlés, þarna sést spýrallinn vel og önglarnir 

Þarna sést aðeins yfir vatnið og þessa fínu stóla sem voru við bakkann, mikill hiti var svo gott var að sitja í skugganum af pálmatrjánum

Þessi mynd er tekin hinum meginn frá og sjást stólar eins og frá síðustu mynd undir pálmatrjánum, þótt þetta sé inn í þorpi þá er náttúran mikið og falleg eins og víðast hvar í Tælandi 

Loksins kom kattfiskur á land  sem gæti verið ein af mörgum tegundum af Clarias sem finnast í asíu og ég þekki ekki í sundur, en af 61 tegund sem skrásett eru í asíu og afríku þá er Clarias batrachus aka. walking catfish algengastur

Fallegur Pangasius gerði svo daginn enn betri með því að bíta á hjá mér, lítil stöng og þunnt girni, urðu til þess að ég varð að taka rólega á honum,  svo það tók smá tíma að þreyta hann og síðan þar sem við vorum ekki með háf þurfti ég að fara niður moldarbrekkuna til að sækja fiskinn í vatnið.  Garðar tók ferlið upp þegar ég var að þreyta fiskinn svo hann hefði náð því líka ef ég hefði flogið út í vatnið 

Ekki veit ég hvaða tegund af Pangasius þetta er , en það eru alla vegna til 22 tegundir og verða þær allar frekar stórar, þessi er í raun seiði nema þetta sé ein af minnstu tegundunum en sumir fara vel yfir 2 metra í stærð eins og td. Pangasius gigas
Þarna vorum við bara með þessar leigustangir til að veiða svo engar minni tegundir komu á land sem hefðu eflaust verið einhverjar ef við hefðum haft háfa eða kastnet en þar sem þetta var óvænt veiði og ekkert undirbúin þá var þetta bara veiði og slökun 

Twitter
Youtube
Scroll to Top