Þetta er partur af Rio Uruguay ca. 100 km fyrir neðan Bella Union svo alltaf möguleiki að ná eitthvað af þeim fiskum sem halda sig þar nyrst í Úrúgvæ þar sem hitastigið er alltaf nokkrum gráðum hlýrra heldur en fyrir sunnan
Þarna breiðir áin sé yfir láglendi svo hún virkar eins og stöðuvatn og kunna margar tegundir að meta það frá corydoras upp í piranha þó svo að þær hafi sloppið þennan daginn en ég hef farið þarna nokkrum sinnum svo þær myndir verða hér á síðunni vonandi
Sæmilegur Prochilodus kom á land en þetta er jurtaæta og er víst étinn sums staðar í Úrúgvæ
Þessi kattfiskur heitir Trachyelopterus teaguei hann er með stóran munn og stóran maga svo ekki vinsæll meðal minni fiska
Ansjósa „Lycengraulis grossidens“ sem er mjög viðkvæm fyrir meðhöndlun svo það er viss áhætta að taka af þeim mynd því þær eiga það til að gefast upp við minnsta hnjask ólíkt flestum fiskum sem þola vel að fara uppúr svo þessi tegund finnst varla í búrum
Seiðin frá þeim eru skemmtilega glær og gagnsæ en eru jafn viðkvæm svo við reynum að forðast að taka þær uppúr nema til að ná einni mynd bara til að eiga þær til minningar
Cichlasoma dimerus er falleg síkliða sem unir vel í búrum þetta er hængur sem sést á löngum oddhvössum uggum
Ein flottast síkliðan í Úrúgvæ er Gymnogeophagus balzani en þar sem þetta er hrygna þá er hún litlaus að mestu öfugt við hænginn sem lét ekki sjá sig þennan dag en myndir af hæng verðu hægt að finna í annari ferð á síðunni
Hoplias oftast kallaður wolf fish er mikill ránfiskur með miklar tennur. það eru þrjár tegundir af þeim í landinu og erfitt að þekkja þær í sundur þegar þær eru litlar en þær eru H. malabaricus, H.australis og H.lacerdae
Lítill fiskur af einhverri Leporinus tegund en nokkrar tegundir af Leporinus eru þarna en erfitt að finna einhverjar upplýsingar um þá
lítil tetra með svipaða liti og Corydoras hastatus sem einnig finnst þarna í nágrenninu svo líklegst gæti þessi tetra sloppið frá þeim ránfiskum sem hafa reynt að borða brynvarða corydoras án árangurs eða með mikilli fyrirhöfn
Enn ein tetran og þessi með skemmtilegt gult auga, hingað til hefur enginn komið með mér að veiða sem hefur áhuga á tetrum svo frekar vonlaust að reyna að finna út nöfn á þeim nema maður detti niður á þær
Sitt hvort tegundin af tetrum eða öðrum skildum ættum og því miður veit ég ekki ennþá nöfnin á þeim
Felipe og Pedro tóku smá hring með stóra netið og komu flestar tegundirnar hér fyrir ofan úr þeim blauta göngutúr, við stoppuðum stutt þarna að þessu sinni en fórum svo í litlar tjarnir hinum meginn við veginn þar sem ýmislegt annað veiddist en oftast förum við á tvo til þrjá staði á dag til að auka fjölbreytileikan á þeim fiskum sem við veiðum