Hinum meginn við þjóðveginn við stóru brúna inn í Villa Constitucion eru nokkrar litlar tjarnir, ekki sá ég hvort það læki í eða úr þeim svo kannski eru þær háðar flóðum í ánni til að tegundir komist í og úr þeim sem er þekkt viða um heim í sjálfu sér
Grjót gerir okkur erfitt fyrir með að nota kastnet því þau geta fest í þeim og rifnað og þótt þau rifni ekki þá kemst fiskurinn úr netinu þegar maður er að losa það svo háfar eru besta aðferðin við að veiða ásamt því að hægt er að nota veiðistöng með agnarlitlum öngul fyrir ránfiska og kattfiska ,
Ansi dökkur hængur af Pike síkliðu sem heitir Crenicichla lepidota, á þessum slóður eru þeir með rauða rönd á bakugganum sem sést ekkert allt of vel á myndinni, hrygnan er litmeiri en náðist ekki upp þennan daginn
Þessir Cichlasoma dimerus komu saman upp og eru sitthvort kynið sem sést á stöku uggunum á fiskunum, hængurinn er fyrir ofan og er áberandi hversu lengri og oddmjórri uggarnir hans eru þrátt fyrir að þessi mynd sé ekki í fókus
Þótt stutt sé á milli tjarna getur gróðurinn verið mjög mismunandi, en því miður er ég ílla að mér í gróðri frá Úrúgvæ svo ég get lítið sagt um hann nema margar tegundir af fiski finnast eingöngu í gróðri og ekki annars staðar, en erfitt er að veiða í gróðrinum nema utast þar sem maður getur dregið háfin upp með stilkunum og þá synda td. margar sugur í netið og oft eitthvað af tetrum
Nokkrar tegundir eru af Loricara og Rinoloricara og þær eru svo líkar að einfalt er að ruglast á þeim, en þær vilja flesta hanga á plöntum og eru því algengar á flest öllum stöðum sem plöntur eru og þar sem maður veiðir einhverja tugi af þeim á hverjum degi finnst manni eins og þær séu hálf ómerkilegar þótt þær séu undarlegar í laginu og sjaldnast man ég eftir að taka af þeim mynd nema þær séu stórar
Af þeim nokkrum tegundum af hnífafiskum sem ég hef veitt er þetta útlit algengast en þær eru víst þrjár tegundirnar sem líta svona svipað út og eru í Brachyhypopomus ætt, en ég hélt að þetta væri allt sama tegundin því liturinn er svo líkur svo ég spáði aldrei neitt í því, en næst mun ég taka extra mikið af myndum af hnífafiskum til að geta fundið úr hvaða tegund er hvað
Þessi fiskur er Characidium rachovii og er þetta hængur sem þekkist frá hrygnu á rauða litnum á uggunum, þessi tegund er ótrúlega lík tegund sem algeng í búrum sem er Puntius titteya eða cherry barbi frá Sri Lanka, mér finnst alltaf jafn gaman að sjá hvernig fiskar líkjast hvor öðrum þrátt fyrir að séu ekkert skildir
Þessi gróður skartar bláum blómastilkum og vex vel upp úr vatninu, eins og sést á bökkunum hinum meginn er þetta erfiður staður til að veiða á, mikill gróður upp að runnum og mikil drulla í botninum svo vonlaust að vaða eftir fiskum og erfitt að beita háf eða kastneti en stundum er bara nóg að horfa og njóta náttúrunnar án þess að vera að veiða