Bella Union Uruguay

Bella Union er þorp og þjógarður nyrst í Úrúgvæ og þarna framhjá liggur Rio Uruguay sem er landamæri Argentinu og aðeins norðar rennur Quarai áin í Riu Uruguay og hinum megin við hana er Brasilía svo hérna mætast þessi þrjú lönd 

Það er mikið um vötn og tjarnir á þessu svæði og því mikið líf hvort sem það er ofan í vatni eða fyrir ofan, hér er verið að draga stóra netið yfir mjög grugguga tjörn sem myndaðist þegar verið var að taka möl af svæðinu fyrir vegagerð, þetta net er með flotholt svo það haldist uppi en til að það fari með botninum þarf að setja skóinn í lykkju og draga þannig netið við botninn , og þarna sést líka þriðji maður lappa í gegn um gróðursvæði til að reyna að hrekja stærri fiska í netið 

Eitt af því skemmtilegasta við svona veiðar er að maður veit aldrei hvað kemur í netið en í þetta skiftið kraumaði vatnið svo spennan varð enn meiri að sjá hvaða tegundir væru í netinu , en sökum þess hversu brúnt vatnið er sá maður ekkert hvað þetta var sem var að busla fyrr en netið kom upp á land 

Þegar við áttuðum okkur á að meirihlutinn af þeim fiskum sem voru í netinu var af Hoplosternum tegund þá urðu allir undrandi og meira að segja þeir innfæddu Felipe og Pedro sem þrátt fyrir aðhafa veitt hundruðum sinnum í landinu höfðu aldrei sér neina Hoplosternum í svipaðri stærð 

Þvílík stærð á þessum Hoplosternum littorale, Það er á stundum sem þessum sem manni langar bara til að flytja þarna út til að geta farið og veitt sér skemmtilega fiska í búrin sín eða tjarnir eins og margir eru með og þarna þarf ekki að hafa áhyggjur af hita eða kulda því fiskarnir alast upp á þessum slóðum svo hitinn er alltaf ákjósanlegur 

Þessi kattfiskur held ég að sé í Rhamdia ættinni en upplitaður eftir brúna vatn sem var í tjörninni 

Þessi var miklu fallegri á litinn en þetta er ekki litur sem yrði á honum í tæru vatni og er sama tegund og fyrir ofan 

Eftir að hafa fengið svona flotta Hoplo í netið var dregið í hina áttina og landað hjá bílnum og á meðan þeir drógu netið sögðu þeir mér frá því að árið áður hefðu þeir fengið marga shovelnose kattfiska í netið sem verða yfir meter á stærð svo ég varð mjög spenntur þegar netið kipptist til og frá og greinilega stór kattfiskur í netinu , þegar þeir nálguðust bakkann stökk kattfiskurinn upp á land og æddi að mér sem var vissulega skrítið en samt ekki eins skrítið og þegar ég sá að hann var með lappir og rétt áður en hann klessti á mig sneri hann sér við og hljóp ofan í vatni og á því augnabliki kviknaði ljós þegar heilinn gat hætt að hugsa um stóra kattfiskinn sem átti að mynda  og áttaði sig á að þetta var krókódíll og því miður hvarf hann strax ofan í vatnið svo engar myndir svo lítið annað að gera en rölta með netið aftur yfir tjörnina 

En þvílík heppni á leiðinni yfir ungur Caiman kom í netið og því hægt að taka myndir af þessari fallegu skepnu, En það góða við þessa Caiman þarna í suður hluta suður-ameríku er að þeir eru mjög mannafælnir og því lítil áhætta að þurfa að horfa framan í þá þegar maður er að synda þarna en á móti gerir það manni erfitt fyrir að taka af þeim myndir því þeim hverfa mörg hundruð metrum áður en maður kemur að þeim 

Þessi  tegund heitir Caiman latirostris og er friðuð í Úrúgvæ og eru nokkur vötn þarna nokkra kílómetra frá þar sem bannaður er aðgangur svo þeir geti fjölgað sér í friði, stærstu karldýrin geta orðið um þrír metrar en algengari stærð er um tveir metrar 

Twitter
Youtube
Scroll to Top