Þarna eru oftast tvo sæmileg vötn en vatnavextir í gangi svo það hafði flætt á milli þeirra svo núna var bara eitt vatn
Þar sem ég var að koma þarna í minni fyrstu ferð tók ég ekkert mikið eftir því að þetta séu tvö vötn nema hvað sum tré stóðu út í miðju vatni og það er ekki eðlilegt hér og auk þess var hægt að labba beint yfir vatnið þar sem vegur lá undir og var það því ekki mjög djúpt
Pedro er lunkinn með stöngina og tók fljótlega upp Barracuda sem gæti verið Acestrorhynchus pantaneiro, sú tegund er gefin upp að verði 35 cm og finnst á þessum slóðum svo það gæti passað
Það er alveg ástæða fyrir því að maður notar um 15 cm stálþráð frá önglinum enda margar tegundir hér sem geta bitið girnið í sundur
Þarna er gott að vera sjaldan einhver á ferli og þá helst þjóðgarðsverðir sem koma til að skoða hvað við veiðum, lítil sem engin vitneskja var til um fiska í þjóðgarðinum, þótt plöntur fuglar og smádýr hafi verið vel skrásett , fékk Felipe þess vegna leyfi til að veiða þarna reglulega gegn því að fræða menn um hvað leyndist í vatninu
Fallega gul píranha af tegundinni Serrasalmus maculatus kom á stöngina, þær eru gefnar upp að verði um 20 cm en þessi var aðeins minni
Þótt þessi sé lítil þá á hún það sameiginlegt með nokkrum tugum tegunda af Pirahna að tennur eru beittar og bitkraftur mikill, svo þegar þær eru losaðar af önglinum þá er það gert með varúð, enda er aðal hættan við pírahna bit, tíminn þegar maður er að handfjatla þær
Það finnast allavega þrjár tegundir af Pirahna í Bella Union og er ég ekki viss hvort þetta sé albus eða spilopleura
Djúp lygna og flotgróður er ákjósanlegur staður til að setja í stóra ránfiska með stönginni sem er reyndar eina veiði aðferðin sem gengur upp í miklu dýpi nema um miðja nótt þar sem kasatnet er mögulegt
Mín stærsta Pirahna til þessa tók á í þessari lygnu og svakalega var gaman að koma henni á land, þessi tegund var kynnt mér sem Serrasalmus spilopleura sem er einnig þekkt sem black diamond en netið er mjög ruglingslegt þegar kemur að Pirahna og erfitt að finna út hvaða tegund er hvað
En óháð því hvaða tegund hún er þá er þetta stór og fallegur fiskur og hefði hún eflaust verið fínn matur ef við hefðum ekki verið ný búnir að borða þessa fínu steik og kjötpylsur
Og hér má sjá þessa fínu steik og kjötpylsur, grillun er ákveðin list í Úrúgvæ og er allt hæg grillað svo að kjöt bráðnar uppí manni
Á svona stað þar sem maður mokar upp Pirahna er skemmtilegt að vera en það er líka spennandi að sjá hvað kemur í land ef stóra netið er dregið, það er mjög sjaldgæft að við náum Pirahna í stóra netið þar sem þær fælast einstaklega hratt og synda í burtu öfugt við þann hræðslu áróður sem fólk hefur heyrt þar sem haldið er fram að þær séu einstaklega grimmar og ráðist á fólk en það er sem betur fer ekki satt
Einn skemmtilegasti fiskurinn sem kom úr netinu er ein af fallegri síkliðum í Úrúgvæ Gymnogeophagus balzanii. Þetta er sæmilega stór tegund þar sem hængurinn skartar hinu ýmsu litum, hrygnan er litminni og ekki með framlengingar á uggum. Það er mjög algengt að fiskar séu með bit í uggum og sporð enda mikið af ránfiskum þarna í vötnunum
Þessi skrítni fiskur er af Odontesthes ætt og eru 10 tegundir af þeim skráðar í Úrúgvæ
Þarna skellti ég þessum í poka og tók mynd þar sem myndabúrið var of langt í burtu og ég vildi ekki hafa þá of lengi í pokanum í hitanum, þetta er Leporinus striatus sá rákótti og einhver tegund af Rinoloricara fyrir aftan
Rækjur finnast nokkurn veginn allsstaðar þar sem gróður finnst og virðast þær flestar verða ágætlega stórar en litlitlar sem er vissulega kostur þegar allir fiskar vilja éta þig,
Seinna um kvöldið skelltum við okkur í næturveiði í Rio Uruguay, næturveiði er einstaklega skemmtileg því mikið af kattfiskum er þá á ferðinni og koma þeir bæði í kastnetið og líka á stöngina, þarna er vinur minn Ken kominn með einn lítinn kattfisk en smá vandamál er að taka myndir um hánótt og tókust því fáar myndir í þessari fyrstu næturveiði
Fallegur Salminus brasiliensis kom í kastnet en þetta er vinsæll sportfiskur til að taka á stöng, þeir kallast golden dorado og eru algengir í 10-20 punda þyngd en sá stærsti sem vitað er um var 75 pund og 130 cm langur, við náum þeim oft í næturveiði en sjaldan stórum því þeir eru á meira dýpi og er mér sagt að best sé að fara út á bát til að ná þéim stóru
Pachyurus bonariensis er kallaður La Plata croaker enda heitir ármynnir Rio Uruguay, La Plata og þar sem þar blandst saman sjór og ferskvatn þá er brackish vatn eflaust ekki vandamál fyrir þennan, þótt þarna sé hann í ferskvatni
Lítill pleggi sem kom í kastnetið hjá einhverjum, talsvert er af tegundum af pleggum í landinu en erfitt hefur verið að finna nöfnin á þeim flestum en þessi tegund er mögulega Hypostomus isbrueckeri og er gefin upp að verði um 25 cm