El Sauce Uruguay

Lítill lækur við litla brú, hérna fyrir ofan þessa brú er gert ráð fyrir að hægt sé að reka nautgripi yfir svo aðgengi er gott til veiða og þar sem milli grunt er halda sig Gymnogeophagus svo góðar líkur á að þeir séu þarna 

Hér fyrir ofan brú á þessum litla læk er vað fyrir hesta og nautgripi og því frekar grunnt og sandbotn sem tælir til sín ýmsa Gymnogeophagus og aðra fiska eða svo segir reynslan eftir ýmsa svipaða veiðistaði 

Fyrir neðan brú var góður vatnagróður svo loricaria og ýmsir smáfiskar nokkuð örugglega þarna á svæðinu og eins og annar staðar þar sem við veiðum við brýr þá eru við ekkert að labba nema þá að næstu girðingu sem oftast er bara nokkra metra frá, þótt lengra sé í hana þarna 

Þegar maðu skellir háfnum ofaní til að sækja sér fisk, þá dettur manni fyrst í hug að steinn sé í háfnum þegar maður óvart fær skjaldböku í háfinn, og held ég að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem ég veiði eina slíka ,en það venst eins og annað að veiða óvart skjaldbökur 

Þessi var með mikið af þörung á sér svo líklegast lítið búin að vera í sólbaði, enda vor í þessari ferð, þótt vetur hafi verið að skella á heima á Íslandi ,enda er ég þarna hinum meginn á hnettinum 

Australoheros síkliða , ég er ílla að mér í greiningu á þessari ætt en giska á Australoheros cf. scitulus þar til ég hef haft samband við þá sem meira vita um þessa ætt 

Stæðileg Crenicichla scottii ekki í hrygningarlitum en flest allir fiskar verða flottari þá, mér finnst þessi samt óvenju dökk

Gymnogeophagus heldu sig í sandinum eins og reiknað var með, en eins og oft tekur maður bara myndir af hængum, þar sem þeir eru litlmeiri heldur en hrygnurnar ,þessi fallegi hængur er Gymnogeophagus pseudolabiatus en sú tegund er með áberandi stærri varir en flestir aðrir í þessari ætt 

Annar hængur af sömu tegund  Gymnogeophagus pseudolabiatus, ég hef gaman að berra saman hversu óreglulega bláu doppurnar geta verið framan í þeim þótt þessir tveir hafa frekar fáar doppur

Eins og sést á fyrstu myndunum er þetta ekki stór lækur, en samt nógu stór að Ken fékk tvo ólíka ránfiska í sama kastinu 

Sá stærri er barracuda af tegund Acestrorhynchus pantaneiro sem er mjög öflugur ránfiskur 

Og hinn er Serrasalmus maculatus pirahna sem náði að narta aðeins í puttan á Ken þegar hann var að taka hana úr netinu 

Þessir eru alltaf svolítið í uppáhaldi hjá mér vegna hvernig þeir eru í laginu en þetta er Charax en hvort hann er gibbosus eða stenopterus veit ég ekki en báðar tegundir finnast í Úrúgvæ 

Þessa hef ég séð talsvert stærri í stærri ám, Pimelodus maculatus heitir hann eða svo var mér sagt, þar sem fáir hafa verið að veiða í Úrúgvæ og bara nýlega farið í að tegunda greina þær tegundir sem þar eru. þá er alltaf möguleiki að ég sé að varpa fram röngu nafni en síðan mun ég bara leiðrétta það um leið og ég fæ upplýsingar um annað

Lítill pleggi sem verður stór en ég er búinn að tína nafninu á honum svo eins og sumt verður það bara að koma síðar 

Twitter
Youtube
Scroll to Top