Cda. La Bomba 

Lítill lækur sem erfitt var að komast að, svo mest var bara dorgað af lítilli brú, Crenicichla voru mest áberandi, enda eru þær ránfiskar og bíta því á beituna, margt annað kom á land þó að ég hafi ekki tekið því myndir myndir því að ef maður veiðir 6-8 tíma á dag í nokkra daga þá finnst manni alltaf eins og maður hafi verið ný búinn að taka myndir af sama fiski þótt það hafi kannski verið annað afbrigði úr annari á 

Ungur hængur af Crenicichla lepidota 

Ungfiskur af Crenicichla scottii, svarta breiða röndin röndin hverfur með aldrinum eins og sést á næstu myndum af kynþroska hæng og hrygnu. Eitt sem kom mér á óvart í þessum ferðum var að þótt litlir fiskar væru veiddir á stóran öngul þá hafði það engin áhrif á fiskinn, Flest allir pike ( Crenicichla ) frá Úrúgvæ sem eru í hobbúinu voru veiddir á stöng svo mikil reynsla er komin á þessa fiska og hefur þetta engin áhrif á fiskin sem mér finnst magnað

Fullorðinn hængur af Crenicichla scottii. þessi tegund verður stór og árásagjörn og er því sjaldan höfð í búrum, hængurinn fær svona gylltar rákir og svartar á búkinn 

Þessi hrygna er að komast í hrygningarbúning, þær fá á sig gulan lit og rauðan lit í búk og bakugga en aðal einkennismerki þeirra er augnbletturinn á bakugganum 

Þetta er sjaldgæf sjón og varð Ken undrandi á að þessi Australoheros hrygna skildi bíta á öngulinn hjá honum  því þessi tegund veiðist ekki á stöng og þar sem erfitt var að komast að læknum var lítill möguleiki á að ná í hæng svo hún fékk að fara aftur ofaní vatnið en svo ótrúlega vildi til að skömmu síðar veiddi hann hæng af sömu tegund og hefði hann því verið með flott par til að taka með sér heim en þar sem hrygnan var farin og ekki komu fleiri upp þá gat hann það ekki 

Þetta er skilti við lækinn, það hefur fengið að kynnast einhverju skotvopni en það sem ég vildi mynda fyrir utan skiltið sem maður reynir þó alltaf að taka myndir af svo maður muni hvað staðurinn heitir, er hreiður frá fuglum sem oft eru upp á svona skiltum og stundum ofan á girðinga staurum, og sést það þarna uppi vinstra meginn

Þessi hreiður líta öll eins út og minna á kuðung, en fuglana sé ég sjaldan og hef ég aldei náð mynd af þeim en mér finnst svo merkilegt að fugl geti gert hreiður í augnhæð á áberandi stað án vandræða, kannski eru fáir snákar, skriðdýr og nætur spendýr þarna hrifin af eggjum eða hreiðrið það vel hannað að enginn nái eggjum, en allavega er ýmislegt annað en fiskar sem vekur athygli í ferðum sem þessum 

Twitter
Youtube
Scroll to Top