Rio Cuareim markar landamæri Úrúgvæ og Brasilíu, þetta er miðlungsstór á með mikið af fiski, og þar sem þetta eru landmæri þá eru allar tegundir sem til eru í þessari á til í báðum löndunum
Þetta var mín fyrsta ferð í þessa á og var þetta eina áin í þessari ferð þar sem keyra þurfti af vegum yfir tún og hæðir til að komast að ánni og síðan þurfti að rölta aðeins niður hæð til að komast í ána og þar uxu trén yfir slóðanum og mynduðu eins og augu við ánna
Við komum að lygnu og er mér þá sagt að mikið sé í ánni og því erfitt að veiða á þessum stað en auðvitað er reynt þótt líkur séu litlar með kastnet
Lítil barracuda af Oligosarcus ætt sem geymir allavega tvær tegundir í landinu sem eru líkar en ég held að þessi sé oligosarcus jenynsii frekar en oligolepis
Fallegur hængur af Gymnogeophagus sem ég fékk í kastnetið, ef þeir væru ekki svona háðir kaldara tímabili til að fá fallega liti þá væri þetta meiriháttar búrfiskur
Þettur skógur er báðum meginn við ánna og löbbuðum við talsvert upp með ánni til að komast á stað þar sem við gætum komist yfir til Brasilíu sem var þó ekki markmiðið heldur var betra að veiða þeim megin fyrst svo mikið var í ánni, þarna stendur Pedro nánast á landamærunum þar sem hann er út í miðri á, og í hylnum sem er fyrir aftan hann veiddist skemmtileg tegund, Leporinus amae
Þetta er ein af mörgum tegundum af fiskum sem ég var að sjá í fyrsta skifti á ævinni Leporinus amae sem veiddist í hóp í hylnum á myndinni fyrir ofan, það eru einungis nokkrar myndir af þeim á netinu og var um helmingur þeirra mynda frá mér þegar ég leitaði að þeim síðast og engin mynd úr fiskabúri svo ég er ekki viss um hvort einhver eigi þessa flottu tegund
Hér eru Felipe og Ken að nálgast bakkan í Brasilíu og ég út í miðri á með myndavélina með þá hugsun að ef ég dett þá eru allar myndirnar ónýtar úr ferðinni og þvílíkar minningar sem gætu tapast, svo þeir voru löngu farnir að veiða áður en ég komst alla leið í straumþungri á sem var grýtt og sleip
Eins og áður kom fram þá var mikið í ánni svo veiðistöngin var besta verkfærið til að sjá fiska, og voru Pike síkliðurnar í meirihluta. Ungfiskur af Crenicichla scottii sem er algengasta tegundin nema farið sé í austurhluta landsins en þar er tegund sem er mjög algeng en ég hef aldrei farið í austurhlutan á þessum fimm ferðum sem ég hef verið að veiða í Úrúgvæ þegar þetta er skrifað en vonandi kemst ég þangað við tækifæri þó ekki væri nema til þess að veiða þá tegund
Ungur hængur af Crenicichla lepidota með sína gylltu flekki
Hængur af Crenicichla missioneira sem þekkist á rákunum sem liggja niðurbúkinn
Hrygna af sömu tegund Crenicichla missioneira að byrja að taka hrygningar lit, þessi tegund verðu helmingi stærri sem ég vissi ekki fyrr en í seinni ferðum þegar þær komu þá á stöngina
Þessi tegund er ein af vinsælli tegundum af Pike síkliðum frá Úrúgvæ. þetta er ungfiskur af Crenicichla celidochilus, fyrir utan að fá skemmtilega liti á búkin þá gefa augnblettirnir á vörunum þessari tegund skemmtilegt yfirbragð
Ferskvatns krabbar og rækjur eru út um allt en sjaldan sem ég tek mynd af þeim, þessi kom í háfinn og ég var með myndavélina lofti svo ég smellti af, en ég hef því miður ekki hugmynd um hvaða tegund þetta er
Þótt markmiðið með veiðistönginni sé að ná stærri fiskum þá bíta stundum minni fiskar á eins og þessi tetra sem tók öngulinn hjá Ken og fannst mér tilvalið að ná af henni mynd þar sem bolurinn hans sæist
Þegar Ken setti í hann stóra var smá eftirvænting að sjá hvað hann væri með á stönginni og töldu menn miðað við hvernig fiskurinn hagaði sér að þetta væri frekar skata heldur en stór kattfiskur en svo birtist bara skjaldbaka og það af stærri gerðinni
Felipe sagði okkur að þetta væri karldýr af tegundinni Phrynops hilarii og hann væri með tvö kvendýr heima hjá sér og vantaði karldýr, og auðvitað fékk hann skjaldbökuna enda var hann fararstjórinn og átti afmæli þennan sama dag svo þessi fór í útitjörnina hans í Salinas sem er í úthverfi Montevideo sem er höfuðborg Úrúgvæ,
Ég hef svo eftir þessa ferð farið þarna bæði þegar litið vatn var í ánni og litlir fossar duttu þá fram af þar sem nú eru flúðir og tvisvar þegar svo mikið vatn var í ánni að ekki var hægt að komst inn í skóginn fyrir ofan og því ekki hægt að veiða , en í þau tvo skifti fórum við á nýja staði sem báðir buðu upp á ný ævitýri