Þessi netta tjörn er um 100 metra frá Rio Cuareim sem er fyrir neðan brekku hér á hægri hönd og fannst mér skrítið hversu mikið var af tegundum af fiski í tjörn sem ekki lekur lækur í hana en þegar Cuareim flæðir þá fer hún hér upp svo fiskar koma og fara reglulega og geta því verið mismunandi tegundir eftir árum
Hinn látni meistari Felipe Canter kastar hér kastneti í flottum hring á með aðrir úr ferðinni fylgjast með. fyrir ofan hann frá vinsri má sjá frá Ameríku þá Paul Rice og Ken Davis og lengst til hægri stendur bílstjórinn okkar hann Pedro Lasnier sem er sá eini sem hefur verið í mínum 5 ferðum um Úrúgvæ. Ég náði 4 ferðum með Felipe áður en hann lést og hef tekið 4 ferðir með Ken
Flottur hængur af Gymnogeophagus gymnogenys þótt hann sé ekki í fullum skrúða
Þessi Gymnogeophagus kallaðist sp. High dorsal þar sem bakugginn er frekar hár og meira áberandi þegar fiskurinn er í vatni, en samkvæmt grein sem ég sá þá er hann núna flokkaður sem Gymnogeophagus meridionalis
Einn skemmtilegasti ránfiskur sem ég hef átt var Hoplias australis frá Úrúgvæ en þrátt fyrir að ég hafi átt eina af þrem tegundum af Hoplias í Úrúgvæ á ég erfitt með að þekkja þá í sundur þegar þeir eru litlir eins og þessi, minnsta tegundin hér er malabaricus sem verður um hálfur meter en hinir tveir australis og lacerdae hafa veiðst um meter á lengd
Lítil og nett suga af Hisonotus ætt en fleirir tegundir af þeim koma í háfana reglulega en tegunda heitin er ég ekki með frekar en á mörgun fiskum sen við veiðum sökum þess að þeir hafa ekki verið tegunda greindir
Froskalirfa, þær eru algengar í minni tjörnum en sjaldan sem maður sjái fullorðnu froskana en maður heyrir samt vel í þeim á nóttinni ef maður gistir nálagt tjörnum
Ég kíkti rétt inn í skóginn sem liggur meðfram ánni til að skoða hvað þar væri að finna en tók ekki með mér háf svo ég veit ekki hvort eitthvað líf sé í svona smápollum
Þar sem áin er um 100 metra fyrir neðan skóginn og fyrir ofan mikið graslendi taldi ég það vonlaust að villast því maður myndi alltaf finna ána eða graslendið en einn okkar náði samt að villast og tínast í um klukkutíma þarna í skóginum sem var alveg hægt að hlægja að eftir að hann fannst
Hér er ég kominn aðeins frá tjörninni og sný baki í hana. mikla sléttur einkenna Úrúgvæ og eru þær nýttar sem beitiland undir nautgripi og sauðfé, stóri fuglinn á miðri mynd er af tegundinni Rhea americana og eru þeir stærstu fuglar suður -ameríku og hefur karlfugl mælst 183 cm þótt 160-170 sé nærri meðallagi hjá þeim, Innfeldu myndirnar eru úr skógarferðinni þar sem ég rakst á þessa flottu blá rauðu bjöllu og svarta og rauða könguló af 8 spike tegund sem mér þótti skemmtilegt eftir að hafa tekið myndir af ættingjum bæði í norður-ameríku sem og á eyju í karabískahafinu