Þessi staður er í skotfæri við höfuðborgina Montevideo og einfalt að skjótast þangað í létta dagsferð
Ég geri ráð fyrir að þetta litla lón hafi skapast þegar brúin var byggð, sem er jákvætt því enn fleiri fiskar komast fyrir heldur en í læk en á móti er erfitt að nota háf þarna en kastnet og stöng skila sínu innfelld mynd er af Charax
Brúin sem reyndar eru tvær gefa okkur skugga, sem yfir miðjan dag er mjög gott að komst undir, þegar hitinn er í hámarki , grunnt er upp við steypuna og í átt að súlunum en annars er frekar djúpt þarna og ekki hægt að vaða Innfeld mynd af G.terrapurpura
Hængur af Gymnogeophagus terrapurpura, þetta eru virkilega flottar síkliður sem verða ekkert of stórar og möguleiki á að rækta og er ég að vona að kunningi minn í Þýskalandi eigi þá fyrir mig fyrr en síðar
Hér í myndabúrinu sem sjaldan er tekið upp þegar flestu er sleppt er par af Charax gibbosus eða stenopterus og er það hængurinn sem er gulur en hrygnan gráleit
Par af Characidium rachovii hængurinn litmeiri og hrygnan sést á innfeldu myndinni, og eins og ég hef sagt áður sé ég svo margt lík með þessum og barbanum frá Sri Lanka P. titteya
Corydoras eru þarna líka og er þetta annað hvort Paleatus eða náskyld tegund, á innfeldu myndinni sést seiði undan þessari tegund en þær veiddust í litlum skurði sem rennur út í lónið og sést á mynd hér á eftir
Ekki er nú litagleðin mikil hjá þessu gotfiskum sem eins og aðrir gotfiskar fæða lifandi afkvæmi, þetta er Phalloceros caudomaculatus á innfeldu myndinni sést hængurinn og er hann með stóran pindil með svartri rák sem hann notar til að frjógva hrygnurnar, hrygnan er myndalega feit og eflaust komin að goti, svarti bletturinn á búknum er í sumum lækjum með blátt sitthvoru meginn og gerir það helling fyrir fiskinn enda eru þeir mjög litlitlir. Doppótt afbrigði af þessari tegund er stundum hægt að nálgast í hobbýinu
Af og til veiði ég fiska af þessari tegund og öðrum líkum sem minna mig mikið á barba frá asíu, ég veit sama og ekkert um þessar tegundir og þyrfti að finna einhvern heima mann þarna úti sem hefur áhuga á þeim sem gæti frætt mig um hvaða tegundir þetta eru
Hyphessobrycon anisitsi eða Buenos aires tetra sem er skýrð eftir höfuðborg Argentínu. þessi tetra er vel þekkt meðal hobbýista sem margir hverjir hafa á einhverjum tímapunkti verið með hana í búri hjá sér
Þessa tetru fann ég á bakkanum og var greinilegt að hún hafði átt betri daga en þennan , þetta er hrygna miðað við hrognin sem koma út úr sárinu sem ég giska á að sé eftir fugl sem hefur mist hana frá sér, ég man ekki eftir að hafa veitt þessa tegund svo þessi mynd varð að koma þrátt fyrir að fiskurinn sé ekki við hestaheilsu
Crenicichla scottii ungfiskur með sitt flotta auga á sporðinum
Í þessum litla skurð veiddi Ken slatta af Corydoras og einnig eitthvað af smá tetrum, vatnið seytlaði niður í átt að bílnum, sem er á bakkanum hinum megin við lónið þar sem við veiðum vanalega, og sést í aðra brúnna til hægri, ég nennti ekki að vaða í drullunni fullri af blóðsugum fyrir að ná nokkrum corydoras sem Ken var hvort eð er búin að ná svo ég beið bara á bakkanum og kvatti hann til dáða