Lítill lækur í norður hluta Úrúgvæ, þegar ég er hérna í fyrsta skifti þá var engin brú yfir lækinn, en þetta er lítill lækur svo lítið mál að keyra yfir en skrítið til þess að hugsa að Ancistrus sem troða sér undir steina gætu lent í „bílslysi“ þegar við keyrum yfir þá
Í svona grýttum aðstæðum finnur maður aðallega Ancistrus en líka aðra kattfiska og krabba, fyrir ofan er lygna í læknum og þar veiðast allskyns fiskar eins og td. Charax eins og á innfelldu myndinni
Í svona grunnum læk er frekar einfalt að veiða ancistrus sem halda sig undir eða við hliðina á steinunum og eina sem þarf að gera er að lyfta steini hægt upp og setja háf undir og ancistran dettur í háfinn
Þessi Ancistrus er vel búttuð svo hún ætti að vera tilbúin til að hrygna, Af öllum þeim Ancistrus sem ég hef veitt hér fann ég aldrei neina með brúsk á nefinu sem fylgir hængum í þessum tegundum svo annað hvort eru þeir svona góðir að fela sig eða eru bara ekki með brúsk
Ekki veit ég hvaða tegund af Ancistrus þetta er enda held ég að hún sé ekki skráð, en ágætis munstur er á uggunum, og flekkirnir eru öðruvísi en á þessum hefðbundnu tegundum sem eru vanalega í búrum
Lygnan fyrir ofan var með Australoherus síkliður sem ég held séu í scitulus grúbbunni, gulleitir fiskar með smá rauðan skell, og flott rautt auga
Gymnogeophagus hængur með sína pastelliti
Utan á steini við lækinn, hékk þessi klasi af hrognum sem stórir sniglar verpa. þetta er algeng sjón við læki og tjarnir, síðan er einn kuðungur á innfelldu myndinni sem var eina tegundin sem ég sá þarna svo leiða má líkur að hrognin séu frá einhverjum í hans ætt