Rio Yi Uruguay

Rio Yi er mjög falleg á með ljósan sand og fallega bakka nema þegar flóð er í ánni eins og var þegar ég kom þarna í fyrsta sinn 

Þessi tré vaxa öll á bakkanum á ánni svo greinilega mikil vatnavextir í gangi svo menn voru hálffúlir en þar sem ég var að koma þarna í fyrsta sinn þá var það ekki vandamál fyrir mig 

Ég byrjaði strax á að kasta útí til að ná þeim stóra, en til að gera langa sögu stutta þá veiddi ég ekki neitt, og til að setja vatnavexti í samhengi þá stend ég lengst upp á bakkanum og er áin venjulega talsvert neðar en trén þarna fyrir aftan mig 

Þarna voru mestu möguleikar á að nota stóra netið og var það gert, Felipe og Pedro draga það inn á meðan Ken fylgist með, á innfeldu myndum eru frá vinstri ung Crenicichla lepidota og  síðan Characidium tegund 

Strákarnir að grúska í netinu að leita að einhverjum flottum fiskum í hitanum, menn verða vel brúnir á þessari útiveru nema sá sem myndina tekur sem brennur samt oft laglega 

Við Paul sem þarna heldur á Rinoloricara tegund höfðum aldrei séð aðra eins stærð á þessari tegund og vorum báðir mjög spenntir en hinir sögðu þetta bara vera seiði miðað við hvað þeir höfðu veitt áður og átti ég erfitt með að trúa þeim eða þar til í næstu ferðum þegar ég veiddi þær miklu stærri 

Það eru allavega 6 tegundir af Rinoloricara í landinu og einhverjar skilda tegundir líka og ég er ekki kominn ínn í það hvernig ég þekki þær í sundur en þær eru allar jafn skemmtilega í laginu 

Ein af flottari síkiðum í Úrúgvæ er Gymnogeophagus labiatus þar sem hængurinn fær hringlóttan hnúð á hausinn  (sést betur á litlu myndinni til að komast inn í þessa grein)  

Hængur af Pseudocorynopoma doriae sem þekkist á lengri uggum. þeir eru kallaðir dragon fin og eru eitthvað skildir axarfiskum 

Hér er falleg hrygna af Jenynsia onca þetta er gotfiskur sem þýðir að hún fæðir lifandi afkvæmi eins og td, guppy en þessi tegund verður ólíkt mörgum vinsælum gotfiskum að finna hæng í hvert skifti sem hún vill eignast seiði, 

Ferskvatnskoli af Catathyridium ætt, allavega tvær tegundir eru skráðar í Úrúgvæ Catathyridium lorentzii og C. jenynsii

Þarna fyrir neðan klöppina lá kolinn í grunnu vatni ofan á sandinum og var því hægt að taka hann í háf, þetta var eini kolinn í þessari ferð og virkaði því sjaldgæfur en í öðrum ferðum hafa þeir komið fleiri, blómið í hinni innfelldu myndini veit ég ekkert um en það er skringilegt í laginu svo mynd var tekin  

Twitter
Youtube
Scroll to Top