Bella Union Uruguay 

Bella Union er fullt af tjörnum og veiðum við oftast í nokkrum litlum sem eru rétt hjá þessu litla vatni og síðan í  tveim vötnum aðeins í burtu 

Þegar vötn eru svona gróðurmikil þá er oftast vonlaust að veiða í þeim en í horninu vinstra meginn tók ég upp nokkrar Corydoras longipinnis á sandbotni 

Ég veit ekki hversu margar tjarnir eru á þessu svæði en þær skifta tugum, ég læt fylgja myndir af nokkrum þeirra á samt innfeldri mynd af fisk eða halakörtu

Engar tvær tjarnir eru eins í gróðri þótt þær geti verið hlið við hlið og einnig er munur á hvaða tegundur eru í hverri tjörn og er það vegna þess að það flæðir árlega yfir allt svæðið og þegar sjatnar á flóðinu er misjafnt hvaða tegundir eru hvar 

í þessum tjörnum lifa tvær tegundir af dvergsíkliðum Apistogramma borellii og A. commbrae þótt sú síðarnefnda hafi ekki veiðst í þessari ferð, kannski er réttara að segja að ég náði engri slíkri en við erum ekkert alltaf að sýna hvorum öðrum allt sem við veiðum enda færi þá allur dagurinn í að hlaupa og finna hina bara til að sýna þeim eitthvað, svo flest allt sem kemur í háfinn fer strax aftur ofan í vatnið nema einhver hafi látið vita hvað hann er að leita að en þá tökum við þá fiska til þeirra við tækifæri

Enn ein tegund af gróðri og innfeld mynd af Charax 

Innfeld mynd af halakörtu þótt mikið sé af froskategundum  finnst mér halakörturnar  allar eins en eflaust er á þeim munur þar sem þetta eru margar tegundir, hálfgerð vatnasóley á þessari tjörn 

Hængur af Apistogramma borellii í sólinni, þeir eru aldrei svona dökk bláir í búrum en samt alltaf flottir, ég náði líka hrygnum en gleymdi að taka mynd af þeim en þær eru lit litlar en smá gulleitar 

Stæðileg hrygna af Corydoras longipinnis, hængurinn fær langan bakugga 

Þessi Gymnogeophagus meridionalis kom úr gruggugri tjörn og var því frekar glær á litinn 

Hængur af Cichlasoma dimerus 

Hnífafiskur sem kom upp úr einni tjörninni, hann er svipaður og Gymnotus carapo sem er skráður í landinu en gæti verið önnur tegund 

Þarna var myndbúrið tekið fram, svo við næðum góðum myndum af þessum fallega hnífafisk 

Þessi væri flottur í fiskabúri en oft er erfitt að fá villta fiska til að taka þurrmat eða frosið fóður svo alltaf viss áhætta á að fá sér sjaldgæfa villta fiska nema maður gefi sér góðan tíma í að fá þá til að borða 

Twitter
Youtube
Scroll to Top