Gömul uppsetning af búri hjá mér, þarna er búrið frekar nýuppsett svo gróður ekki farinn að breyða úr sér af neinu viti
Ég notaði hraun sem innréttingu og festi java fern í hraunið til að gera búrið náttúrulegra á að horfa einnig fóru stórar cryptocoryne í hægra hornið, hvítur sandur fór í búrið en grár hefði alveg verið flotur líka
Búrið var sett upp fyrir Congo tetrur og Regnbogafiska en nokkrir yellow lab fengu að fljóta sökum búrleysis þann daginn, hraunið er þægilegt til að troða java fern inn í glufur ,en einfaldara er að líma ræturnar á plöntunum fasta við steina og rætur
Aðal plöntutegundin í búrinu er Java fern ( Leptochilus pteropus ) sem heitir eftir eyjunni Java þar sem hún finnst, en hún finnst samt líka upp á meginlandi, þessi planta er sérstök að ýmsu leiti eins og hún vill ekki vera í sandi eða möl, heldur vaxa utan á trjám og steinum og festir hún sig þar með rótunum, einnig er hún bragðvont og fáir fiskar sem borða hana þó þeir séu grænmetisætur en þar finnast þó einhverjar undantekningar