Hér safna ég saman myndum og video af búrum bæði frá mér og öðrum til að gefa þér hugmyndir um uppsetningu af búrum 

Stutt myndband sem  sýnir  „mbuna“ síkliður frá Malawi vatni sem er í Afríku.
mbuna tegundir eigna sér oft stór svæði og er því betra að vera með marga fiska svo enginn geti reynt að eigna sér hálft búrið, þegar þeir eru fáir saman þá getur öflugur hængur lagt alla í einelti sem endar með miklu stressi hjá hinum sem að lokum enda bara á einn veg og það er að fiskunum fer hratt fækkandi.
Ef hellar og mikið grjót er í búrinu er möguleiki að seiði komist upp, en þessar tegundir eru munnklekjarar sem þýðir að par kemur saman og hrygnir í ákveðnum „dansi“ þar sem hrygnan tekur sín eigin hrogn upp í sig og geymir í munni þar til þau klekjast út og eru tilbúin að hugsa um sig sjálf sem tekur 3-4 vikur,
Í náttúrunni myndi hún passa seiðin lengur með því að hleypa þeim út og leifa þeim að nærast þar til hún sæi hættu þá gæfi hún merki og öll seiðin myndu synda upp í hana aftur, en í búri eru of margir fiska rsvo hún reynir að sleppa seiðum í gjótur og aðra felustaði í búrinu til að auka lífslíkur seiðanna 

Zoo box í Þýskalandi 

Twitter
Youtube
Scroll to Top