Gömul uppsetning frá mér, ég setti stein það stóran ofan í þetta 60 cm háa búr að hann stóð uppúr en flottur er hann þarna og gefur búrinu aukna dýpt. Stæðilegur Vieja hængur sem stjórnaði búrinu var um 30 cm
Pússningarsandur á botninum ásamt greinum gerðu búrið skemmtilegt þótt þessar myndir séu teknar í kring um vatnsskifti svo búrið er hálf skýjað, Vieja maculicauda og til vinstri Jack Dempsey ( Rocio octofasciata ) Gíraffa kattfiskur ( A. occidentalis ) á miðjum botni sem verður um 70 cm langur og er ekki skynsamur kostur í fiskabúr þótt ég hafi fengið nokkra gefins í gegn um árin og hinir tveir kattfiskar eru Synodontis decorus
Þessar rætur eru allar íslenskar og fann ég þær hingað og þangað, ef ég set íslenskar rætur í búr þá þurfa þær að vera búnar að liggja lengi úti og missa börkin svo ekki sé mikil hætta á að þær séu að missa einhver óþarfa efni út í vatnið, en auðvitað leysast þær upp með tíð og tíma eins og aðrar rætur og henta því best í búr með fiskum sem vilja mýkra vatn