WAC stendur fyrir West African Cichlids og eins og nafnið gefur til kynna þá snýst þetta að mikið um vestur-afríku og síkliður en þó ekki eingöngu, því allar tegundir fiska í vestur-afríku og aðeins í austur geta komið fram á fyrirlestrunum. Þetta er haldið í Dulmen í Þýskalandi árlega og var þetta 8 árið sem fyrirlestrarnir voru haldnir
Michel Keijman er einn af þeim sem standa að þessu og hér er hann að segja frá ferð sem meðlimir WAC fóru til Guinea árið 2020 . þótt fiskar séu það sem þetta snýst um þá fræðist maður alltaf eitthvað um landið og fólkið sem þar býr
Farið er yfir hvaða tegundir veiddust og hvar , og video sýnd ofan í vatninu, þar sem fiskarnir synda um í sínum náttúrulegu heimkynnum
Myndir af fólki og lifnaðarháttum og frá ferðinni sjálfri hvernig menn komast á milli staða í löndum, sem eru misjafnlega slæm með vegi eða slóða þegar komið er út fyrir stærri borgir, það er í sjálfu sér fátt sem sleppur í svona fyrirlestrum þótt áherslan sé á fiskana . Michel Keijman er þekkt nafn í vestur afríska fiskaheiminum og birtast greinar reglulega eftir hann í blöðum um allan heim enda með mikla reynslu af afríku ferðum
René kruter var með magnaðan fyrirlestur um fæðuinnihald í maga Pelvicachromis tegunda og fór með okkur í gegnum hversu lítið var af prótín ríku fæði fyrir seiðin og hvernig þau næðu næringu úr botn ruslinu í ánum
Á blaði virkaði þetta ekki skemmtilegur fyrilestur, um mat fyrir vestur afrískar síkliður en þetta var mikilvægur fróðleikur og ótrúlegt hvað maður getur lært í sambandi við fiska með að sitja svona ráðstefnu
Það sem kom td. á óvart er að margar tegundir af Pelvicachromis í búrum sem er erfitt að fá seiðin til að lifa er að miklu leiti tengt því að við gefum of góðan fiskamat. Þessi seiði alast upp í náttúrunni við að éta rotnandi plöntur og gruggið á botninum sem þau nýta prótein úr og er því betra að rækta þessar tegundir í búrum þar sem lítið er gert nema vatnsskifti svo drulla sé á botninum
Þessi fyrirlestur var frá ferð sem Russel B. Tate fór til Angola en hann vinnur við rannsóknir á vatnalífríki víða um Afríku. Hann er sjálfur frá suður-afríku og var þetta hans fyrsta ferð til Evrópu,
Hann starfar með hinum ýmsu vísindamönnum við að kortleggja tegundir og vistsvæði og er að berjast fyrir því að þegar skógar eru ruddir að það sé stoppa ákveðið langt frá lækjum og ám svo þótt meirihluti lífríkis sé eyðilagt þá geta lífríki vatnssins lifað áfram ásamt smá náttúru á bökkunum. hann var þungur í hljóði þegar hann fjallaði um eyðilegginguna sem á sér stað í flestum skógum heims
Þessi mynd birtist og ég hugsaði með mér að hann hefði merkt inn þá staði sem hann rannsakaði en þetta er kort yfir stærstu þekktu jarðsprengju svæðin á þessu svæði, en þó þetta séu þekkt svæði er alltaf eitthvað ókortlagt og þegar árnar flæða þá færast oft jarðsprengjur til svo algengt er að fólk lappi á þær með hrikalegum afleiðingum, um 1200 þekktir staðir eru í landinu og talið að allt að 10 milljónir jarðsprengja séu þar að finna sem setur Angola í 4 sæti yfir lönd með jarðsprengjuhættur
Að sitja svona helgi með mörgum fyrirlesurum sem fjalla á mismunandi hátt umlífríkið, sumir eru hobbyistar og fjalla þá meira um fiska út frá okkar sjónamiði í búrum en síðan eru vísindamenn sem fara vítt og breitt um víðan völl er alveg mögnuð upplifun fyrir náttúrunörda
Jouke van der Zee var með fyrilestur um killí fiska sem eru því miður sjaldséðir hérlendis en verður vonandi breyting þar á næstunni
Hann er líffræðingur hefur verið að rannsaka þróun og ýmislegt tengt killí fiskum, og var fróðlegt að heyra mismun á hrognum eftir tegundum hvernig þau hegðuðu sér, á mörgum stöðum þorna lækir og tjarnir upp nokkurn veginn árlega og hafa því þessar tegundir lítin tíma til að vaxa upp og hrygna áður en tjörnin þornar upp, en hrognin geymast í drullunni sem var á botninum þar til rignir aftur og þá þroskast þau hratt upp og fjölga sér áður en allt þornar aftur upp og í flestum tilfellum þýðir það ef hrognin byrja að þroskast en vatnið gufar aftur upp þá drepast seiðin en nokkra tegundir hafa leyst þetta með því að hrognið getur farið á nokkur stig og stoppað þroskann þar án þess að það valdi þeim tjóni og getur hrognið því beðið í um tvö ár þar til það er tilbúið til að verða að fiski
Hann fór vel yfir mismunandi þróun og hvernig ólík þróun geti leitt af sér svipaða einstaklinga án þess að þeir séu innan sömu ættar
Uppboð á myndum og ýmsu öðru er á hverju ári og líkur ráðstefnunni á tombólu þar sem mikið er um vinninga og tók ég þetta mælisett ásamt innrammaðri mynd af síkliðu pari frá Cameroon sem heitir Etia nguti með mér heim ansi ánægður þar sem ég vann ekkert árið á undan.
Fleiri fyrirlestrar og uppákomur voru þarna en þetta læt ég nægja, Fundurinn 2019 var líka mjög skemmtilegur en það lítur út fyrir að myndir frá þeim fundi hafi glatast