Hobby-Zoo-Duisburg

Þessi skemmtilega verslun er rekin af Thomas Tillman sem er mikill mið og suður-ameríku áhugamaður þótt mið-ameríkan sé hans sérstaða og er mikið af þeim síkliðum sem þaðan koma ýmist veiddar eða ræktaðar af honum 

Þótt síkliður séu hans sérstaða þá er hann með gróðurbúr og slatta af búrum með hefðbundna skrautfiska 

Búðin virkar meðalstór þegar inn er komið en síðan finnur maður fleiri og fleiri herbergi með búrum, ég hef nokkrum sinnum komið þarna og þá aðallega tekið myndir af stærri búrum og fiskum svo núna myndaði ég nokkra af minni rekkunum

Tillman er með um 330 fiskabúr í búðinni og hrikalegasta safn af mið-ameríku síkliðum sem ég hef séð og þekkti ég ekki helming af tegundunum sem voru til sölu 

Ég finn vonandi myndirnar af stærri búrum til að setja hér inn en sú leit hefur ekki borið árangur, þessi rekki er hlaðinn með múrsteinum og síðan settar spítur undir búrin 

Smáfiskarnir í þessu litlu búrum voru ekkert endilega hefðbundnir og ýmislegt áhugavert sem sjaldan sést í búðum enda lítið mál að finna skemmtilega og góða fiska þegar maður er á meginlandinu 

Gott úrval af náttúrulegum gotfiskum er í boði hvort sem það eru sverðdragar molly eða eitthvað sjaldgæfara og kítlar mig alltaf mikið í villta gotfiskaputtann þegar ég er í búðinni 

Mikil ræktun er í gangi í búrunum og voru sum herbergi meira eins og uppvaxtar herbergi fyrir seiði af ýmsum stærðum, og í mörgun búrum voru pör með seiði 

Búrin eru hrein og fín og ég held þau séu öll keyrð á lofti, í þessari ferð sagði Tillman mér að hann væri á leið til Mexico næsta morgun og var hann vel spenntur en skömmu síðar var það flug var blásið af en þetta var í byrjum á krónu faraldrinum

Eina fiskategundin sem ég tók mynd af var af Cryptoheros Panamensis sem mér finnast meiriháttar, þeir eru ekkert ósvipaðir convict í stærð og hegðum fyrir utan að þessir eiga að vera verri í skapinu,
Ef þú ert í Duisburg þá er heimilisfangið Neudorfer Str. 205 og gott að hafa mikin tíma til að geta skoðað í öll búrin 

Twitter
Youtube
Scroll to Top