Lítið en nett safn sem liggur við Móseldalinn við landamæri Þýskalands, Tvö risabúr voru með Evrópskum fiskum en vonlaust að ná af þeim myndum svo myndir af minni búrum þurfa að duga
Cyphotilapia frontosa hrygna frá Tanganyika vatni Afríku og ungfiskur sem hefur trúlegst verð seiði frá henni, þetta er 6 ráka afbrigði frá Burundi sem er eitt fjögurra landa sem liggja að því 676 km langa vatni
Hængarnir af Frontosa fá flestir fituhnúð á hausinn og þessi var með nóg fyrir tvo, svo hann hefur fengið nóg að borða
Þessi um 25 cm síkliða er af tegundinni Uaru amphiacanthoides og kemur frá norður-brasilíu, og þrátt fyrir stærð þá er hún friðsöm og þægileg í búri
Astronotus ocellatus eða „Óskar“ er síkliða sem margir þekkja og hafa jafnvel átt eftir að hafa fengið sætan 5 cm fisk en “ Óskar“ stækkar hratt og í 30-40 cm stærð er hann langt í frá sama krúttið, og fyrir utan það að þeir eru miklir sóðar á matmálstíma, en skemmtilegir karakterar ef nægjanlega stórt búr er í boði
Geophagus tegund ein af yfir 30 tegundum sem þekkjast í suður-ameríku, en margar tegundir af þeim hafa ekki enn hlotið nafn eða verið rannsakaðar, en það er algengt í fiskaheiminum enda oft ekkert aðgengi að stöðum sem fiskarnir lifa á
Synodontis tegund sem ég þekki ekki en Synodontis ættin kemur frá Afríku og finnst þar víða, en mest í vestur og mið hluta álfunnar
Diskus er síkliða frá Brasilíu og eru þar 3 tegundir en þessi sem er hér á mynd er manngert afbrigði og eru þau til í miklu lita úrvali og hver litur með sitt eigið nafn
Nokkur minni búr voru inn í vegg og flest innréttum með gróðri, en þetta var líka með bambus sem líktu eftir trjám á flóðatímum
Slatti af hægvaxta anubias þarna en mosaveggurinn efst vakti athygli mína sem er góð hugmynd að fá hann af botninum og á stað þar sem hann sést
Hyphessobrycon Bentosi tetrur voru í hóp í einu búrinu, friðsamar og flottar í gróðurbúr þar sem þær sýna sterkari liti
Oft þegar ég tek mynd af búri er það bara til að fá fleiri hugmyndir að uppsetningu og hér hefur mosa botninn vakið athygli, ýmsar tegundir eru til að „mosum “ sem við notum í ferskvatnsbúr, og þótt margir séu líkir þá vaxa þeir mismunandi og get gert skemmtilega hluti fyrir búrið
Stæðileg rækja sem var ekki merkt og veit ég því engin deili á henni en rækjur veiðast víða og geta verið líkar svo erfitt að giska á tegundina
Boesmani regnboga fiskar frá Indónesíu í enn einu mosa búrinu, búrin voru svolítið þörungavaxinn sem í raun gerir þau náttúrulegri og í raun betra vistkerfi en fáir vilja hafa þörung sýnilegan og fá þeir frekar neikvætt umtal þó í raun hjálpi þeir til við að brjóta niður óæskileg efni í vatninu
Þessir flottu „barbar “ eru Sahyadria denisonii sem koma frá Indlandi og geta orðið um 15 cm þótt 10 cm séu algengari í búrum, þeir vilja vera í hóp og eru flottir í stærri fiskabúrum
Ancistrus koma frá suður-ameríku og finnast um alla álfuna, tugir ef ekki hundruðir afbrigða af þeim finnast og margar svo líkar að enginn er að giska hver er hvað nema fá staðsetningu á hvar hann var veiddur
Garra flavatra kemur frá asíu eða Myanmar nánar tiltekið hún er í ætt með Garra rufa sem er þekktastur fyrir að vera í búrum þar sem fólk setur fætur ofaní og rufa hreinsar skinnið en flavatra er talsvert fallegri fiskur sem henntar einn eða 5 eða fleiri í búr