Aulonocara albino

Aulonocara albino hængur , Þegar Aulonocara er seld sem albino án nafns þá er oftast um blending að ræða og geta þeir verið í ýmsum litar útgáfum en tæknilega er alveg hvítur fiskur með rauð augu albino en td. gulur litur með rauð augu lutino en við köllum allt með rauð augu albino til einföldunar 

Annar hængur, þessi er  heiðgulur og greinilega með aðra ætt af Aulonocara á bak við sig en hængurinn fyrir ofan . Hængarnir fá oddhvassari ugga og stærri flekki á þá við kynþroska en þangað til eru bæði kynin eins 

Dæmigerð hrygna frekar litlaus og gotraufaruggi rúnaður, þessi var orðin gömul þegar þessi mynd var tekin en hún var frjósöm og var með um 100 seiði í munninum í stærstu hrygningunum, 

Aulonocara albino seiði  enn með kviðpokan áberandi en hann samt orðinn það lítill að seiðið er farið að leita að mat, á bakvið seiðið er annað seiði úr sömu hrygningu sem er ekki albino svo hægt  er að bera saman mismuninn á því að vera með litagen eða ekki 

Twitter
Youtube
Scroll to Top