Aulonocara ob er manngerð tegund og eru þær því í ýmsum afbrigðum , margar tegundir af mbuna í Malawi vatni eru með ob og var einhverri týpu þaðan blandað við Aulonocara og síðan hafa ýmsar útgáfur verið gerðar ( ob =orange blotch )
Oftast er litið ílla á blendinga þar sem mikilvægt er að halda stofnum hreinum en þessir eru svo ólíkir öllu því sem finnst í Malawi vatni að engin hætta er á að blanda þeim óvart við aðra stofna
Eins og sést á þessum myndum eru hængarnir til í ýmsum útgáfum eftir því hvað hefur verið blandað viðþá
Þessi hængur er með tilkomumikla kviðugga
enn ein útgáfan af ob hæng
hængarnir eru flottir þegar þeir eldast og stækka en þeir byrja lífið litlausir fram að kynþroska
Hrygna með hrogn í munni eins og sést, hún er eins og aðrar hrygnur í Aulonocara frekar litlaus miðað við hængana enda gegna þær mikilvægu hlutverki við að halda hrognum og seiðum upp í sér í 4-5 vikur og þá er mikilvægt fyrir þær að vekja ekki athygli á sér í vatninu
Hérna eru seiði sem tekin voru út úr hrygnu á þriðju viku, nóg er eftir af kviðpokanum svo seiðin þurfa ekki mat strax
Þessi seiði komu úr sömu hrygningu en um helmingur er ob en hinn firefish, hér er kviðpokinn gott sem búinn og seiðin farin að éta mat, þau eru einföld í umhirðu og með einfaldari seiðum að koma upp á meðan vatn er gott og reglulega fóðrað