Aulonocara baenschi benga 

Aulonocara baenschi benga hængur þeir verða um 12 cm en hrygnan minni 

Hængarnir eru mjög fallegir svona gulir með bláan haus en til þess að þeir haldist í góðum lit er betra að vera ekki með of stóra eða árásagjarna fiska með þeim í buri 

Hér er ungt par þar sem hængurinn er langt kominn með að taka lit en bæði kyn eru í hrygnu litunum fram að kynþroska 

Hrygnan er brúnleit og með rúnaða ugga en fram að kynþroska þá lítur hængurinn eins út en hjá hængnum byrjar gotraufar ugginn að mynda spíss sem hægt er að þekkja hann á þótt hann hafi ekki tekið lit 

Twitter
Youtube
Scroll to Top