Aulonocara firefish er ræktaður fiskur og finnst ekki í náttúrunni og hefur því ekkert latínu heiti, þeir ganga líka undir öðrum nöfnum eins og td. Dragon blood . þessi flotti hængur var sá eini af sínum bræðrum sem sýndi svona mikla rauða og bleika liti
Þessi hængur er bróðir hans fyrir ofan og er þetta liturinn sem flest allir bræðurnir sýndu meira gulir og appelsínugulir en þar sem þetta er ræktuð tegund þá geta litarafbrigðin verið ýmiskonar
Það er erfitt að vita þegar maður kaupir ungfiska hvernig þeir enda með að líta út þegar tegundin hefur ekki þróast í eins og gerist í náttúrunni
Þessi ungfiskur er rauðari og með annað munstur en verður greimilega flottur með aldrinum fyrst litirnir eru orðnir svona sterkir í þessri stærð
Hrygnan er eins og aðrar hrygnur í Aulonocara frekar litlaus og með rúnaða ugga, og eins og sjá má er hún með fullan munn af hrognum sem sjást þarna í gegn um tálknlokin sem eru frekar gegnsæ, oftast er það bungan fyrir neðan munninn sem er vísbending um að hrygna sé með hrogn eða seiði.