Copadichromis borleyi

Hængurinn er glæsilegur með sinn bláa haus og rauðleitan búk 

Seiði, ungfiskar og hrygnur eru brúnleit en með lit í uggum 

Þessi tegund finnst á nokkum tugi staða í Malawi vatni og getur liturinn verið aðeins mismunandi eftir stöðum en hausinn er alltaf blár og búkur oftast brún til rauðleitur en sumir stofnar hafa bláan búk og aðrir út í gult eða grænt 

Rauðasti búkurinn sem við sjáum kemur frá stað sem heitir Kadango og þar eru hrygnurnar líka með rauðari ugga 
Hængarnir verða ágætlega stórir eða um 20 cm en hrygnurnar minni 

Twitter
Youtube
Scroll to Top