Fossorochromis rostratus er eina tegundin í þessari ætt sem er synd því þetta er falleg tegund
Hængurinn fær flotta liti og er ein af fallegri utaka síkliðum frá Malawi
Þeir taka mikið af fæðunni með að sigta sand í náttúrunni og grafa mikið í búrum í leit að mat
Hrygnan eins og flestar Utaka hrygnur er litlítil en með skemmtilegar doppur
Hér er par að hrygna, sem heppnaðist mjög vel og sjást seiðin á nokkrum myndum hér fyrir neðan
Hrygnan tekur hrognin í munninn eins og aðrar Malawi síkliður og sést þarna í nokkur þeirra ( Cyrtocara moorii í bakgrunn )
Ef hrygnan fær að halda seiðunum, þá reynir hún að sleppa þeim eftir um mánuð en í þessu tilfelli tók ég út úr henni eftir um 3 vikur til að tryggja að þau yrðu ekki étin í búrinu, og þess vegna eru þau ekki meira þroskuð
Hér eru þau um mánuð frá hrygningu og í þeirri stærð sem hrygnan færi að hleypa þeim af og til út úr munninum
Hér eru seiðin orðin talsvert stærri en allt of ung til að hægt sé að kyngreina því liturinn kemur ekki í hængana fyrr en við kynþroska