Þessi tegund finnst í flestum löndum evrópu og yfir til asíu og norður-afríku þótt sums staðar sé annað afbrigði, ég leitaði víða að þessari tegund í Slóvakíu án þess að finna en einn dag á göngu rak ég augun í þennað á laufblaði
Hann sat á laufblaði við göngustíg sem ég labbaði reglulega á þegar ég var að fara inn í skóg að leita að þessari tegund svo ég hafði leitað langt yfir skammt og þegar betur var að gáð þá vill hann ekki vera inn í skógum heldur í rjóðrum og nálagt vatni
Þetta er lítil tegund eða um 3-5 cm og er kvendýrið stærra svo þessi á puttanum er karldýr miðað við stærð og hávaða, þessi hélt sig við blómapotta á bústaðnum þar sem undirskálarnar voru alltaf fullar af vatni, og þar söng hann á kvöldin til að hæla að sér kvendýr
Ég fann þennan fyrst í myrkri bara með að labba á hljóðin, þeir belgja út poka á hálsinum og framleiða hávaða sem hljómar sem fínn söngur fyrir kvendýrin
Þessi mætti í blómapottinn nokkrum kvöldum seinna talsvert stærri en hinn svo trúlegast kvendýr , flestir eru grænir en grá, brún,eða gulleitir finnast líka, ég fór heim skömmu síðar án þess að sjá hrogn, en kvendýrið fer eftir að egg eru lögð í vatnið
Þetta er skemmtileg tegund og með þessa kúlur á fótunum sem tryggja þeim betra grip í trjánum, Falleg tegund sem fæstir evrópubúar hafa séð enda fáir sem eru að skoða náttúruna tré fyrir tré