Lymantria dispar dispar

Lirfa frá Gypsy moth, þessi tegund finnst um mest alla Evrópu og niður til Afríku, hún finnst samt ekki norðanlega í Evrópu, 

Lirfan er falleg með 10 bláar doppur og 12 rauðar svo hún er vel áberandi hvar sem hún er 

Horft framan í lirfuna með öll þessi hár standandi í allar áttir 

Þótt hún sé falleg þá er hún mikill skaðvaldur á lauftré og er því ekki vinsæl hvar sem hún er, tegundin barst yfir til norður-ameríku um 1900 og dreyfir sér nú hægt en örugglega yfir stærri svæði á hverju ári 

Eftir að lirfan hefur étið allt of mikið af laufum kemur að því að hún fari upp í tré og verði að púpu 

2-3 vikum síðar skríður út fullskapað fiðrildi eða moth eins og það kallast 

Kvendýrið er of þungt til að geta flogið svo það skríður á milli trjáa

Þarna er karldýr búið að finna kvendýr upp í tré svo hringrás náttúrunnar heldur áfram, fyrir utan að vera dekkri á litinn er karlinn með öflugri fálmara á hausnum 

Þarna sjást eggin vel en kvendýrið þekur þau með hárum svo rándýr finni þau ekki 

Þótt eggin þroskist á mánuði þá fara þau í dvala og bíða yfir veturinn með að klekjast og hjálpar þá að vera vel varin í hárum sem kvendýrið plokkar af sér þeim til varnar 

Mikill skaðvaldur og öllum lauftrjám til ama en fyrir okkur hin er þetta bara moth sem situr upp í tré á einhverju skrítnum hárugum haugum 

Twitter
Youtube
Scroll to Top