Labidochromis caeruleus 

Þessi tegund er þekkt sem yellow lab og er ein sú vinsælasta frá Malawi vatni enda litsterk og frekar friðsöm miðað við ýmsar aðrar tegundir úr vatninu, þetta er hængur sem er með aðeins oddhvassari ugga og oftast með svartari gotraufarugga en hrygnan, og stundum með stærri eggjabletti allt eftir því hvaðan í vatninu hann er ættaður 

Þetta er hrygna sem er með fullan munn af hrognum eða seiðum eftir því hvar á ferlinu hún er stödd, þessi er ekki með neinn svartan lit á gotraufarugga en með einn eggjablett, síðan er bakugginn með litla svarta rönd eins og sum afbrigði eru með en þessi tegund finnst víða í Malawi vatni og er þar í ýmsum útgáfum út í hvítt og blátt en hérlendis sjáum við oftast bara gul afbrigði 

Þessi hrygna sem er líka með fullan munninn ( „holding“ nota enskumælandi þjóðir ) og ef við skoðum bak og gotraufarugga þá er hún með þykka svarta rönd á þeim báðum eins og fiskar við Mbowe eyju í Malawi en aldrei skal giska á stað því oft blandast afbrigðin saman í búrum og geta litið út sem hreinræktuð þótt þau séu blönduð og fyrir lengra komna skiftir hreinleikinn oft miklu máli þótt aðeins sé um blöndu af sömu tegund um að ræða  

Tveir ung fiskar þar sem annar þeirra er albino eða lutino þar sem hann er með gula litinn. það er eins með þessa tegund og aðrar að af og til kemur upp albino sem sjaldnast nær að lifa í náttúrunni en í búrum er hægt að koma þeim upp og með að rækta undan honum tvo ættliði er hægt að fá fleiri albino 
Fyrir þá sem setja upp sitt fyrsta Malawi mbuna búr þá er þetta rétta tegundin til að byrja með 

Twitter
Youtube
Scroll to Top