Þessi fundur fór fram í Október 2021 í húsakynnum Gæludýr.is á Smáratorgi í tilefni af 70 ára afmæli Tetra fiskafóðursins og var fín mæting, þarna fór Fiskakallinn yfir skrautfiskaveiði í 5 heimsálfum sem hann hefur farið í og sýndi myndir
Fyrst kom stutt kynning á fiskum, skrið og skordýrum í Slóvakíu þar sem mjög margar ferðir hafa verið farnar en oftast verið að eltast við froska og skriðdýr með myndavélinni
Næst var fjallað um ferð til Tælands þar sem aðallega var stundum stangveiði og td. sýndar myndir frá stöðuvani þar sem stærstu fiskarnir voru of stórir til að halda á þeim öfugt við þennan litla Pangasius
Næst var tekin fyrir ferð til Everglades í Bandaríkjunum þar sem ýmislegt veiddist frá þarlendum tegundum upp í aðrar sem hafa komist þar út í náttúruna án leyfis eins og td. þessi síkliða Mayaheros urophthalmus sem er að eyðileggja náttúrulega vistkerfið á svæðinu
Þá var komið að frumskógarferð til Cameroon þar sem ýmislegt var öðruvísi en maður er vanur eins og td. vegakerfið fyrir utan borgirnar og að þurfa að fylgjast með hvar vígahópar væru staðsettir að berjast svo við þyrftum ekki að lenda í kúlnahríð, en fiskarnir voru flottir
Eftir hlé var komið að lengsta fyrirlestrinum um fiska og náttúru Úrúgvæ enda hafa verið farnar 5 ferðir þangað svo mikið til af efni og þekkingu þaðan , þessi stæðilegi hængur var veiddur í Bella Union þjóðgarðinum sem er mikil perla fyrir náttúruunnendur
Góð stemming og vel heppnaður dagur þar sem Tetra kostaði mat og drykki Í Nóvember var þessi sami fyrirlestur fluttur á Akureyri í boði Gæludýr og komu nokkrir á þann fund