Aqua-haus Dulmen

Þennan heildsala heimsækjum við árlega í tengslum við Wac ráðstefnuna sem haldin er í sömu borg, þeir eru með endalaust af búrum í nokkrum byggingum og margt og mikið að skoða 

Þeir sérhæfa sig í skala afbrigðum og er gaman að skoða það sem þeir rækta þótt við fáum ekki að sjá ræktunina sjálfa, ég hef séð nokkur afbrigði þarna sem ég hef ekki séð annars staðar, og gæðin eru góð  

Þeir flytja alltaf sérstaklega inn fiska frá vestur strönd afríku rétt fyrir Wac fundinn enda helstu áhugamenn um vestur-afríska fiska þar að finna og eru menn að kaupa sér slatta af fiskum til að fara með sér heim víða um evrópu og eru menn alltaf jafn hissa á að íslendingurinn kaupi ekki neitt enda skilja þeir ekki hvernig við lútum ekki sömu lögmálum og aðrir evrópumenn í fiskaflutningi

Flottar sugur sem ég held séu af Nannoptopoma ætt, þótt ég hafi farið þarna tvisvar og skoðað vel og tekið slatta af myndum þá bara finn ég ekki myndirnar, en vonandi koma þær í ljós og þá bæti ég þeim hér inn, enda skemmtileg heildsala full af flottum fiskum 

Twitter
Youtube
Scroll to Top