Þessi salamandra þekkist best undir Axolotl nafninu, en þessi tegund kemur frá Mexico. Helsta sérstaða þessara tegundar er að hún fullþroskast ekki eins og aðrar salamöndrur og verður kynþroska og fjölgar sér enn með tálkn í stað þessa að skríða upp á yfirborð og fullbreytast í salamöndru , sökum eyðileggingu heimkynna hennar þá er hún nær útdauð í náttúrunni og bara spurning um tíma hvenær hún hverfur alveg þaðan. Þessi tegund er samt ræktuð víða á rannsóknarstofum vegna hæfileika þeirra að geta látið útlimi og parta vaxa aftur og eins er hún ræktuð fyrir fiskabúra markaðinn, enda er þetta skemmtilegt dýr og ólíkt flestum öðrum.