Fundulopanchax gardneri

Hængurinn er eins og hjá flestum killí fiskum mjög flottur öfugt við hrygnuna, þeir eru samt mismunandi að lit eins og sést ef þú skoðar hæng á næstu mynd, og er kannski stærsti munurinn á þessum tveim gotraufarugginn 

Hér eru bæði kyn saman, þessi tegund kemur frá  Kamerún og Nígeríu í vestur-afríku og verður hængurinn  um 6 cm á lengd en hrygnan minni, hængarnir þola ílla hvorn annan en hægt er að hafa nokkra hænga saman ef búrið er stórt og gróðurmikið 

Hrygnan er með smá rauðar doppur en að öðru leiti brúnleit, þetta er frekar einföld tegund til að rækta, bæði er hægt að hafa par eitt í gróðurmiklu búri þar sem seiði geta komist upp eða setja garn eins og sést á video fyrir neðan sem parið hrygnir reglulega í og er hægt að taka hrognin með puttunum og setja í annað búr eða bara taka allt garnið í annað búr eftir nokkra daga 

Þetta par er í kjallaranum ( des 21 ) og hefur verið að setja nokkur hrogn í garn moppuna sem væri betra að lægi bara á botninum.
Í náttúrunni er partur af hrognum á stöðum sem þorna upp og þar geta þau verið í raka í langan tíma eða þar til rignir aftur en þar sem ekki þornar upp þar klekjast þau út á 2-3 vikum. 

Twitter
Youtube
Scroll to Top