Trigonostigma heteromorpha

Þessi tegund kemur frá Malasíu, Tælandi, Singapur og Súmötru  og er hópfiskur svo best er að vera með 7 eða fleiri saman og gróður 

Harðgerð og friðsöm tegund sem verður um 4 cm, hún var lengst af þekkt sem Rasbora heteromorpha  eða keilubletta rasbora
kynin eru lík að lit en hrygnan er búkmeiri 

Þær vilja 22-28c en ég hef haft þær í um 20c þar sem þær voru að hrygna en netið segir að einfaldara sé að koma þeim til í 28c, þær líma hrogn undir blöð á plöntum og fjarlægja þarf fiskana eftir hrygningu áður en þeir éta hrognin. 
Video er úr búðinni Fiskakallinn (des 21 )

Twitter
Youtube
Scroll to Top