Hér eru nokkur video sem ég tók heima hjá Þýskum vini mínum 
hann er með ýmislegt sjaldgæft í sínum búrum og talsvert að villtum fiskum frá Úrúgvæ
þangað fór hann eitt sinn með öðrum vini mínum frá Bandaríkjunum og þannig kynnumst við eins og gerist svo oft í fiska hobbyinu
Þessi video voru tekin með gömlum síma, og síðan þegar búið er að þjappa þeim saman vera gæðin ekki góð en vonandi næg til að hægt sé að hafa gaman af fiskunum 

Mesonauta insignis „rio Atabo“

Pleggar , microglanis, sand kattfiskur og ýmislegt annað 

Pleggar að fá bita og sjóveikis myndataka enda átti þetta aldrei að fara á netið þegar þetta var tekið upp, Þetta átti bara að vera fyrir mig en ég ákvð að setja þetta inn þar sem gaman er að sjá hvernig aðrir setja upp búr og hvað þeir geyma í þeim 

Jo er með 1200 ltr búr í stofunni með ýmsum fiskum í , Stórir Óskarar og stærstu Leporinus sem ég hef séð og hef ég orð á því í hvert skifti sem ég sé þetta búr, Rhamdia kattfiskur ásamt fleirum stórum kattfiskum síðan eru td, G.brasiliensis og Heros.
Það var sól úti svo það glampaði vel á búrið og því erfitt að sjá fiskana en þetta eru einu video sem ég hef tekið hjá Jo svo ég læt þau duga þar til ég kíki næst með betri græjur og gef mér meiri tíma í að taka upp 

Twitter
Youtube
Scroll to Top