Þetta búr er 200 cm langt og er heima hjá Hlyn og Elmu, skemmtilegar trjárætur liggja yfir búrið, stór lótus hægra meginn aftast, java mosi á trjárót, vallisneria eins og gras og einhverjar cryptocoryne að mér sýnist vinstra meginn Aðal fiskarnir í búrinu eru Geophagus sveni sem njóta sín vel í svona löngu búri 2 Heros sp. golden og slatti af skölum sem þau ræktuðu sjálf, bosemani regnbogafiskarnir eru einnig úr þeirra ræktum, stór hængur af segl molly og slatti af tetrum og corydoras sem sjást ekki ásamt fleirum tegundum