phalloceros caudimaculatus

Hængur af þessari tegund eins og sést á virðulegum pindli undir honum sem er um það bil 1/3 af hans stærð 
Þessi tegund finnst í sunnanlega í Brasilíu, Úrúgvæ , norður Argentínu og upp til  Paragvæ 

Hér eru 3 hrygnur og eins og hængurinn fyrir ofan eru þau doppótt sem er það form sem fólk vill í fiskabúr en oftast er fiskurinn aðeins með eina doppu í náttúrunni 

Þessa hrygnu veiddi ég í Sarandí í Úrúgvæ um 5 cm á innfelldu myndinni sést önnur hrygna í búri og þar sést betur blái liturinn sem er í kring um svörtu doppuna en bæði doppan og blái liturinn er misjafn eftir veiðistöðum 

Villtur hængur frá Sarandí  og á innfelldu mynd er ræktaður hængur í fiskabúri,
hængarnir eru um helmingi minni en hrygnurnar 
þar sem þessi tegund finnst sunnanlega í suður-ameríku þá þola þeir bæði lágan og háan hita eða 10-30c

Þessi litli skurður gaf vel af ýmsum fiskum og þar með talið þessa Phalloceros caudimaculatus hér fyrir ofan,
hægt rennsli og mikill gróður er það sem þessir fiskar leita í og er alltaf gott að líka eftir náttúrulegum heimkynnum til að fiskunum líði sem best 

Twitter
Youtube
Scroll to Top