Hængurinn er stærri og sporðurinn myndar spíss þegar hængurinn verður kynþroska, Flestallir sem sjást í búðum eru búrræktaðir í margar kynslóðir og oft með sterkari liti heldur en þeir í náttúrunni
Hrygnan er belgmeiri, með rúnaðan sporð og oftast með sterkari lit á maga svæði, þær eru gular á hausnum en hængar sem eru bara með rautt á maga fá svipaðan lit á hausinn
Hér er par með hrogn í kókoshnetu og sést aðeins í nokkur vinstra megin við hrygnuna, þetta er einföld tegund til að hrygna en þau vilja hrygna í helli og setja hrognin á loftið á hellinum
P. pulcher eru góðir foreldrar og passa seiðin vel og synda með þeim um búrið í leit að æti , en ef seiði fara of langt frá eru þau sótt og tekin upp með munni og sleppt aftur í hópinn
Tvö ung seiði P.pulcher kemur frá Kamerún og Nígeríu þar sem þeir finnst í nokkrum afbrigðum sem af og til er möguleiki á að fá til landsins en þau afbrigði eru meira pastellituð og talsvert dýrari svo fáir sem vilja borga meira fyrir litminni fisk þótt þeir séu flottir
Par með seiði, Hrygnan var aðeins vör um sig út af því að ég var að mynda og gaf seiðunum merki um að halda sig niðri