Oreochromis mossambicus

Hængurinn er svartleitur með rauða eyrugga, hvítar kinnar og stórar bláar varir og verður um 35 cm á stærð 

Hrygnan er brúnleitari og aðeins minni 
á stærri myndinni er hún með fullan munn af seiðum og á þeirri innfeldu eru tvær fullorðnar hrygnur með silfur dollurum í búri 

O. mossambicus er munnklekjari sem finnst í suðaustur-afríku sem eru hennar náttúrulegu heimkynni en henni hefur verið sleppt víða til að rækta upp sem matfisk sem hefur oftast slæm áhrif á aðra fiskistofna þar sem þetta er stór og harðgerð tegund 

Ungfiskur sem kom úr seiðahópnum sem hrygnan fyrir ofan er með í munninum 

Þótt þetta sé stór tegund þá er hún mjög friðsöm og skemmtileg í stóru búri með stórum fiskum 

Nærmynd af munni og tönnum 

Twitter
Youtube
Scroll to Top