Guppy slör

Þessi afbrigði eru manngerð eftir áratuga ræktun á náttúrulega stofninum, sem er svo margbreytilegur í lit og lögun, að möguleiki var að fá fram stærri sporð og ugga ásamt litum á frekar stuttum tíma
Mjög margar týpur eru til í ýmsum útgáfum og eru haldin mót um víða veröld þar sem keppt er í flokkum um fallegasta eintakið í hverjum flokki
Talsverð vinna fer í það að halda stofni í ákveðinni stærð lit og lögun og þarf nokkur búr bara fyrir eitt afbrigði svo vel sé 
en fyrir flesta skiftir þetta litlu máli og er þá litum blandað og seiðin koma þá í ýmsum útgáfum

Twitter
Youtube
Scroll to Top