Til að finna Sporðdreka að degi til þarf að leita undir steinum og öðru sem liggur á jörðinni þar sem Sporðdrekar eru meira á ferli á nóttunni, hér undir steini sést í einn inn í holu
Undir þessum steini voru bæði kynin af þessari tegund, þótt ég þekki ekki tegundina þá er nokkuð ljóst að litlar klær og stór búkur er kvenndýrið, sá sem tók þær upp til myndatöku Pedro Lasnier kunningi minn sagði þessa tegund ekki mikið eitraða
Karldýrið með stærri klær og lengri búk og rennilegri að öllu leiti
Kvendýrið var rólegt svo við settum það upp á staur til myndatöku rétt áður en við settum það undir sama steinin sem við fundum þau, Þegar maður er að velta við steinum er góð regla að ganga eins frá þeim, bæði upp á allt lífríkið undir þeim svo og útlit á náttúrunni í kring