Lacerta viridis

Karldýr af Lacerta viridis eðlu á gangstétt í Slóvakíu, þessi var hætt störfum svo einfalt reyndist að ná mynd af búknum sem var fallegur,  hausinn var ekki í eins fallegu ásigkomulagi 
Þessi tegund finnst víða í suður og austur hluta Evrópu og verður um 40 cm að lengd 

Kvendýr í feluleik, ég hef sagt það áður að það er meiri heppni en hæfni að ná góðum myndum af eðlum í náttúrunni sökum hversu varar þær eru um sig og fer því oft talsverður tími í að læðast að þeim og ná mynd 

Fallegt karldýr sem ég rakst á í Slóvakíu þegar ég læddist að vatni til að hræða ekki froska eða snáka með vélina á lofti, og vegna þess að vélin var í hendi og tilbúin til töku náði ég þessari mynd af karldýrinu áður en hann skaust í felur 

Twitter
Youtube
Scroll to Top