Þessi tegund finnst um nær alla mið og norður-evrópu og austur yfir asiu að kyrrahafinu, þetta er sú tegund sem lifir nyrst af þeim eðlum sem finnast í Evrópu og til að einfalda lífið fæða þær lifandi afkvæmi og losna því við að þurfa að leita uppi heita staði fyrir eggin
Margar eðlur eru þeim gæðum búnar að ef tekið er í halan eða þær eru eltar þá geta þær losað sig við part af halanum og og tekst þeim að komast undan rándýrum með þeim hætti, og sést á þessari að hún hefur einmitt gert þetta og greinilegt hvar nýr svartari hali er að vaxa
Þótt þessi virki löng og mikil er hún rétt um 7 cm á lengd og hefði ég aldrei náð mynd nema af því að ég fór hægt að henni og þar sem hún var í sólbaði til að hita upp líkaman svo hún gæti farið á veiðar þá leyfði hún mér að koma mjög nálagt, þessi tegund sérhæfir sig í veiðum á skordýrum og þarf því að hlaupa bráð uppi eða sitja fyrir henni
Ég tók þessar myndir allar í Slóvakíu inn í rjóðri í skógi
Þær eru mislitar og munur á rákum og punktum svo ekkert alltaf einfalt að fatta hvaða tegund er hvað og á ég slatta af myndum sem ég get ekki áttað mig á hvaða tegund er um að ræða