Þótt ég hafi tekið þátt í venjulegu fríi, þá tókst mér að komast í smá veiði
Tenerife er frekar þurr staður og sérstaklega suður hluti eyjunnar og er mikið um kaktusa og plöntur sem þola þurk
Ekkert er um læki eða vötn á eyjunni svo ég taldi líkur á fiskum litlar en eftir samtal við fiska áhugamann sem býr á annari eyju, fékk ég gps hnit og fann þennan opna stokk af neysluvatni sem er með guppy fiska, vinstra meginn frá stokknum og niður er ágætlega straumþungt en steyptur kanntur fyrir miðju býr til lygnara svæði hægra meginn
Stokkurinn virtist hannaður fyrir fiskana, rétt áður en vatnið fer aftur inn í lokaðan stokkinn er steypt hindrun svo dýpra sé á opna svæðinu þar sem fiskarnir halda sér, á innfeldu myndum er hængur af gotfisk sem ég þekki ekki, gæti verið einhver Gambusia en ýmsar aðrar tegundir eru til og ég þekki bara nokkrar af þeim
Þar sem straumurinn er mestur er lítið um þörung. Á efri myndinni er hrygna og eru þær allar eins, en hængarnir eru í hinum ýmsu litum og afbrigðum eins og villir guppy eru þekktir fyrir
Í miðjum læk er steyptur kanntur sem gerið það að verkum að straumurinn helst mestur í rennunni þar sem lítið þörungur vex en á kanntnum og fyrir innan vex þörungurinn vel. Nokkrir guppy ( Poecilia reticulata ) sjást þarna á myndinni
Vinstra meginn á myndinni sést í járngrindurnar sem liggja að steyptum kannti, þangað inn geta fiskarnir synt ef einhver ógn stafar að þeim, það var allavegna það sem ég hugsaði þegar ég sá þær
Hér er smá innskot, ef þú skoðar næst efstu myndina aftur, þá sést þetta innskot neðst á myndinni, það var fullt af þörung svo ég tók slatta úr einu horninu og þar undir var allt fullt af seiðum í lygnu vatninu. erfitt samt að sjá þau á myndinni
Ég var bara með meðalstóran fiskabúra háf svo ég rétt náði niður að botni hérna megin við steypta kantinn en það var nóg til að veiða slatta af hængum og litlum hrygnum en stærri hrygnur héldu síg í straumnum, og þar hefur hin tegundin sem ég þekki ekki haldið sig
Poecilia reticulata eða bara guppy eins og þeir kallast , mér var sagt að þeir hefðu verið fluttir inn 1919-1921 frá Caracas og hefði stofninn verið á eyjunni síðan,
Þessi hængur var sá eini sem ég veiddi sem var með “ double sword „
Gaman að bera saman þessa hænga og sjá hversu ólíkir þeir geta verið þrátt fyrir að þeir séu allir náskyldir
Flestir voru með einhvern smá lit á sporðinum en þessi var ekki í þeim hóp
Guppy ( Poecilia reticulata ) er oftast með fleiri hringlóttar doppur og meiri pastel liti heldur en ættinginn endler ( Poecilia wingei )
Fallegir litir sem magnast upp í sólinni, þessir litir njóta sín ekki eins vel í búrum en ef sól skín á búrið eru fáir fiskar flottari en því miður er mjög sjaldan boðið upp á villta liti í guppy frá heildsölum en í staðin bjóða þeir ótal afbrigði af slör guppy sem er ræktað afbrigði frá villtum guppy
Öðruvísi veiði í hálfgerðri eyðimörk, Ef ég færi aftur til Tene þá eru fleiri staðir til að skoða en gaman væri að fara aftur þarna bara til að geta borið saman fiskana milli ára