Vampil Slovakia

Þótt Slóvakía sé heitt á sumrin þá er þar kalt á veturna, og er því gaman að um 87 tegundir séu þar í lækjum og vötnum,
en af þeim eru um 30 tegundir sem hafa verið fluttar inn og sleppt eins og oft var gert hér aður fyrr þegar lítið var vitað um skaðsemi nýrra tegunda á lífríkið, 

Þessi litli lækur var lengi vel inn í skógi  en eins og annars staðar þá er sá skógur að mestu horfinn enda mikið verið að byggja í kringum hann, vandamálið er að þegar skógurinn er tekinn fellur ekki lengur lauf eða greinar í lækinn og felustaðir og ýmist æti hverfur og fiskarnir geta ekki lengur lifað í læknum 

Gobio gobio að fela sig á botninum innan um rotnandi gróðurleifar sem smærri örverur nærast á sem síðan eru matur fyrir ýmislegt annað smálíf sem stærri vatnapöddur lifa á sem enda svo upp í fiskunum 

Gobio gobio þessi tegund er fín í óupphituð búr og í tjarnir þar sem hún þolir lágan hita, og hefur hún verið flutt inn til landsins.
í náttúrunni hrygna þeir yfir sumartíman eftir að vatnshitinn fer yfir 13-14c

Þræðirnir sjást vel þarna neðan á hausnum sem notaðir eru til að finna æti á botninum, þetta er dreifð tegund um evrópu inn til asíu, og er hún mikilvægur matur á því svæði fyrir fugla og spendýr sem veiða fisk 

Allt náttúrulegt „rusl“ á botninum er af hinu góða, þarna fela fiskar og seiði sig og þarna fann ég þessa flottu Barbatula barbatula þeir kallast stone loach á ensku og eru fínir í óupphituð búr 
Ljós sandur í botninum og brúnar greinar, lauf og rotnandi gróður hennta þessum tegundum ákaflega vel því þetta eru sömu litir og í þeim fiskum sem ég veiddi þarna 

19 tegundir eru í þessari ætt, en ég held að aðeins þessi finnist í Slóvakíu, þótt nokkrar aðrar svipaðar tegundir í öðrum ættum finnist þar líka, sandurinn í búrinu er tekinn úr læknum og er í skemmtilegum lit og lögun 

Þessi er með öðruvísi fálmara svo líklegast önnur ætt, höfuðlag og fálmarar minna mig á Colbitis en að öðru leiti veit ég ekkert hvaða tegund þetta er, enda þúsundir tegunda til sem ég hef aldrei séð eða lesið um og oft tegundir mjög líkar innan ættar að maður er ekkert að giska á rétt nafn heldur viðurkennir bara að maður veit ekki allt 

Fáar tegundir komu út læknum enda velja allir fiskar sér ekki sömu aðstæður og lækur hentar bara minni tegundum þar sem hann er grunnur, síðan er það líka spurning um hvað fiskurinn borðar og hvað borði hann þegar fiskar velja sér samastað 
Nokkur seiði náðust líka af tegund sem ég þekki ekki þar sem stærri fiskar af þeirri tegund voru of snöggir fyrir litla fiskabúra háfinn sem ég var með 
Ég hef veitt á fleiri stöðum í Slóvakíu og þá aðrar tegundir, svo meira þaðan væntanlegt 

Twitter
Youtube
Scroll to Top