Trachemys dorbigni

Þessi lækur í Úrúgvæ sem heitir El Sauce er fullur af tetrum, síkliðum og kattfiskum enda mikið um gróður og fyrir aftan mig var meira dýpi og þar fundust stærri fiskar eins og td. Píranha og Barracuda, en eitt af því fyrsta sem kom í háfinn var þessi fína skjaldbaka 

Trachemys dorbigni heitir hún er ein af allavega 5 tegundum af skjalbökum sem finnast á landi í Úrúgvæ en einhverjar tegundir er að finna þar í sjónum 

Góður felubúningur hjá þessari með allan þennan þörung á skélinni enda sá ég hana ekki fyrr en ég lyfti háfnum upp úr vatninu sem samt var vatnið grunnt, ég var þarna að vori til svo mér dettur helst í hug að sökum lítils hita í lofti hafi hún legið meira og lengur í vatninu án þess að þurka sig í sólinni sem myndi líklegast þurka þörungin upp og drepa hann 

Twitter
Youtube
Scroll to Top