Zoo Box Zoo Box í dýrabúð Þýskalandi sem ég hafði ekki heyrt um þegar eigandinn Thomas ásamt Roland Numrich sem var með fiska fyrirlestur á ráðstefnu buðu mér að koma og skoða þegar hlé var á dagskránni Sem betur fer þáði ég boðið og þvílík veisla sem þessi búð er fyrir augað Mikið af uppsettum búrum með gróðri og síðan fiskaúrvalið sem var mjög gott og því margar tegundir sem ég hafði aldrei séð áður hvorki í búrum né á mynd Oll þessi búr eru tengd við co2 og fá næringu og ljósin eru í miklu gæðum og þannig þarf til að gera svona falleg búr
Rétta ljósið næring og co2 og rauðar plöntur haldast rauðar
Þetta þykir mér alltaf flott þegar greinar og gróður kemur upp úr búrinu og eru margir framleiðendur búra farnir að sleppa lokinu og hafa llósið hangandi fyrir ofan til að fá náttúruna upp úr búrinu
Sama búr séð að ofan, að sjá ofaní gefur manni alveg nýtt sjónarhorn á innréttinguna í búrinu
Frekar ný uppsett búr þar sem botninn á eftir að þekjast meira með plöntum en einföld innrétting eins og eyja í miðju búri
Hér á bakvið sést aðeins í minni sölubúrin í búðinni
Eina vandamálið þegar maður er með góðar græjur er að plönturnar vaxa hratt, svo stöðugt þarf að vera að klippa og snyrta búrið svo það fyllist ekki af plöntum
Þegar plönturnar eru aðaluppistaða í svona búrum þá er einfaldara að vera með fáa eða enga fiska
Flottur frumskógur, og á hillunum á bakvið sést í smá af því mikla úrvali sem búðin var með af greinum og rótum
Flottar rauðar tetrur Hyphessobrycon sp. “Muzel Red Cherry“ sem ég var að sjá í fyrsta sinn
Mörg af þessum búrum voru á sýningu nokkrum vikum áður en ég kom í búðina og hefði ég ekki trúað því miðað við hvað þau litu vel út þrátt fyrir að hafa verið tekin niður og sett upp tvisvar á einni viku
Þetta eru harðgerðar plöntur sem eru fínar í venjulegum búrum en þær verða flottari með réttu græjunum
Öll þessi sýningarbúr voru úr hvítu gleri sem er tærara, og virkar endinn frekar hvítur heldur en grænn eins og venjulegt flotgler, tunnudælur voru með stúta úr áli eða gleri til að þau hverfi betur
Einföld uppsetning en flestur smávaxinn gróður sem er látinn vaxa yfir allan sandinn þarf gott undirlag og ljós ásamt co2 og næringu
Falleg uppsetning Myndirnar þurfa að tala sýnu máli þar sem ég þekki varla helminginn af öllum þessu plöntutegundum, en vonandi getur einhver fengið hugmyndir um hvernig búr hann vill setja upp