Aquahaus gaus

Þessi 3000m2 búð sem sérhæfir sig í Malawi síkliðum þótt þeir eigi margt annað til, er mekka allra Malawi fiska aðdáenda 
Opnunartíminn er stuttur eða 4 klst svo nóg er að skoða á þeim tíma
Ég tók einn kaldann með eigandanum eftir að hann frétti að ég væri kominn frá Íslandi til að skoða búðina og fékk að spyrja hann út í allt og ekkert um búðina og þótti mér það ekki leiðinlegt 

Síkliðu paradís stóð á fyrstu sýningarbúrunum og var ég því sammála, einhverjir tugir voru af stórum innréttuðum búrum hér og þar um húsnæðið sem er um 3000m2 

2500 búr eru á svæðinu og þeim fer fjölgandi, og veit ég td. að diskus herbergi er að bætast við.
Þessi búð er í smáþorpi góðan klukkutíma frá Frankfurt þar sem húsnæði er ódýrt og sólarsellur á þökunum hjálpa vel til með rafmagnið 

Sér deild með mbuna síkliðum og í herbergi þar fyrir innan var stórt herbergi með hefðbundnum skrautfiskum og gróðri sem var bætt við til að auka úrvalið 
Mbuna er nafn sem Tonga fólk kallar þær tegundir sem lifa við og í hellum í Malawi vatni og er það notað um allan heim í dag 

Sýningarbúr voru með gerfi grjóti og bakgrunnum, og þarna sjást td. Red empress ( rauleitur búkur blár haus)
Phenochilus frá Tanzaníu ( blár með glitrandi silfur ) Höfrungasíkliða C. moorii ( ljósblár með smá hnúð ) og Aulonocara usisya ( gulir með bláan haus )

Aulonocara deildin ein og sér gæti verið með fleiri lítra af vatni en allar fiskabúðir landsins samanlagt og eru búrin 400-500 ltr hvert og eitt og frábært úrval 

Non mbuna var stærsti salurinn þar sem allar Malawi síkliður sem eru hvorki Aulonocara eða mbuna eru geymdar og það sem mér fannst alveg magnað að allir fiskar til sölu eru fullorðnir fiskar í fullum lit 

Það var algengt að 4-8 búr væru með sömu tegundinni svo engar líkur eru að einhver tegund seljist upp,
mér sýnist að þetta sé Otopharynx tetrastigma

Myndir frá Malawi vatni voru sem skreyting í kring um mörg búr og skemmtilegar innréttingar frá Back to nature
og oftast voru tegundir saman í þessum búrum frá sama stað í vatninu 

Nokkur búr með Otopharynx lithobates sem voru í flottri stærð eins og allar síkliður sem voru til sölu þarna og eins og sést eru tveir háfar fyrir hvert búr og búrin tandurhrein, Gráa rörið fyrir ofan búrið er fyrir loftið en öll búr eru keyrð áfram á lofti og svampi eins og algengt er í Þýskalandi

Dream já þetta er algjör draumur að labba þarna um og skoða og þvílík stærð á Labidochromis caeruleus sem var í búri með Placidochromis phenochilus frá mdoka sem þekkist einnig sem „white lips“

Yfir million lítrar af vatni eru í búrunum 

Tók bara eina mynd í skrautfiskadeildinni enda var ég kominn til að skoða Malawi fiska og lítill tími fyrir annað en þrátt fyrir að manni fyndist skrautfiskadeildin lítil miðað við Malawi salina þá var hún stór og með mikið af fiskum 

Þetta fyrrverandi gróðurbúr er með Tanganyika fiskum en í einum salnum var rekki með Tanganyika fiskum sem ég verð að reyna að taka myndir af í næstu heimsókn 
Gamall sími sem var til vandræða reyndi að skemma fyrir en hann sammþykkti samt eitthvað af myndum og nokkur myndbönd sem gætu dottið inn við tækifæri 

Twitter
Youtube
Scroll to Top