Hér við þessa brú rennur Mbongo áin sem var fyrsta stopp í minni ferð til Kamerún, Brúin var nokkuð góð sem og vegurinn að henni, en oftast var vegurinn verri
Þegar stoppað er til að veiða fara flestir og taka myndir af aðstæðum og nágrenni en sumir mæla, hita, sýrustig, rafleiðni og fleira
Einn af fyrstu fiskunum sem kom á land var lítill snakehead Parachanna obscura sem var mjög gaman að sjá
Epiplatys tegund kannski infrafasciatus að byrja að taka liti, ég þekkti ekki þessa tegund og vissi því ekki hversu flott hún verður
Fleiri killí tegundir Poropanchax og Chromaphyosemion kannski splendopleure en erfitt er að greina ungfiska sem eru ekki í lit
Horft upp með ánni frá brúnni og sjást tré í vatninu þar efst sem var mjör flottur staður
Ung Brycinus tegund kannski longipinnis en 36 þekktar tegundir í þessari ætt ef marka má netið
Chromaphyosemion tegund að taka lit, það er alltaf vont að veiða á stöðum þar sem endalaust er af tegundum sem maður þekkir ekki og verst ef maður nær þeim ekki í fullum lit
Ung síkliða Hemichromis ekki hálfvaxinn nokkrar tegundir til og verða hængarnir flottir, en þessi ætt er þekkt fyrir að vera hálf klikkuð í skapinu og ráðast á miklu stærri fiska
Benitochromis ein af mörgum tegundum sem til af henni og er ég ekki sterkur í að greyna þær í sundur
Hér er Rene með gott net að veiða Pelvicachromis og fleiri gullmola
Pelvicachromis pulcher hængur, þessi tegund kallast ranglega kribbi í hobbýinu
Hrygna af Pelvicachromis pulcher, villtir eru litminni en ræktaðir en eru flottir á sinn hátt
Hér er hinn raunverulegi kribbi, Pelvicachromis kribensis sem vegna misskilnings fyrir löngu er enn að deila nafni með Pulcher
Þótt svona greinar líti vel út og séu gott myndefni þá er frekar vonlaust að veiða þarna nema á stöng
Þessi mynd er frá litlum læk ekki langt frá, þarna er Ngando sem er heimamaður að tína plöntur fyrir einn af okkur í hópnum, Ngando er einnig að veiða til að senda til Evrópu ásamt því að vera leiðsögumaður í svona ferðum