Palm oil 

Þessi lækur var ekki með nafn en kallaðist Palm oil vegna þess að það var verið að vinna eitthvað með pálma olíu, ekki þekki ég hvernig þetta virkar en mengunin var ekki að gera neitt gott fylrir lækinn

Ég var ekki nógu forvitinn til að spyrja hvernig þetta virkar og hvort sé verið að brenna utan af ávextinum því ég hafði bara áhyggjur af lífríkinu þarna í kring 

Þykk leðja var yfir læknum sem festist við lappirnar og erfitt að ná af, en til að komast undir brúna þar sem ég sá flottan stað var nauðsynlegt að fórna löppunum 

Michel og Ngando fóru upp fyrir mengunina með net og fylltist það strax svo lækurinn er enn í góðum málum þrátt fyrir olíuna 

Þessar minna mig mikið á Brycinus longipinnis en litminni, 

Svona svipaða fiska finnur maður víða um heim og fæstir vita hvaða tegundir það eru enda frekar litlausir fiskar og fáir sem hafa áhuga á þeim svo enginn reynir að finna út hvað þær heita 

Lækurinn rann áfram inn í skóginn en full mikið gras á bakkanum til að ég vilji labba þar enda er of mikið af eitruðum snákum þarna svo ég fór undir brúnna að veiða 

Ég varð ekkert smá ánægður þegar ég náði 3 rafmagns kattfiskum, taldi mig nú vita hvaða tegund þetta væri, en þegar strákarnir fóru að pæla hvaða tegund þetta var, þá varð ég hugsi því þetta eru miklir snillingar, en það kom í ljós að 3 tegundir af Malapterurus finnast í landinu og ég sem hélt að það væri bara til ein tegund af Malapterurus svo endalaust lærir maður 

Og síðan þegar ég fór að veiða kattfiska sem minntu mig á suður-ameríku hélt gleðin áfram, þetta reyndust vera Phractura
( 13 tegundir þekktar )sem voru eftirsóttir og var ég kvattur til að finna sem flesta enda var ég sá eini sem virtist finna þá og fóru nokkrir til Hollands með einum snillingnum 

Twitter
Youtube
Scroll to Top